Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir var að sögn slökkviliðsmanna gríðarlega lánsöm að hafa ekki verið heima þegar eldur, sem kviknaði í íbúðarblokkinni, barst í íbúð hennar sem brann til kaldra kola. Eldurinn kviknaði aðfaranótt 17. júní en Kolbrún var stödd hjá kærastanum sínum er hann varð. Íbúð hennar er gjörónýt og hefur Unnur Ósk Pálsdóttir, vinkona Kolbrúnar, hrundið af stað söfnun handa henni. Hún dvelur nú á hóteli á vegum Rauða krossins.

Íbúðin er í Hell's Kitchen hverfinu á Manhattan en samkvæmt bandarískum miðlum slösuðust fjórir slökkviliðsmenn við slökkvistörf. Í samtali við Vísi sagði Kolbrún að sá sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn braust út hafi lengi verið til vandræða. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni í íbúð hans.

Gríð­ar­leg­ur fjöld­i slökkv­i­liðs­mann­a var kall­að­ur út vegn­a brun­ans.
Mynd/Aðsend

„Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún, sem búið hefur í New York í fjölda ára, við Vísi. „Ég er með ná­granna sem er bú­inn að valda því lík­um usla. Þannig það kom eng­um á óvart þegar eld­ur­inn byrjaði í hús­inu hans. Hann á við geðræn vanda­mál að stríða. Það er búið að reyna henda hon­um út en það má ekki útaf Covid. Við erum bú­inn að standa í ströngu með lög­fræðing­um að til­kynna hegðun­ina hans,“ seg­ir Kol­brún í samtali við mbl.is.

„Heim­ilið fyr­ir okk­ur Íslend­inga er svo mik­ill griðastaður, það að missa það er áfall sem maður get­ur ekki ímyndað sér fyr­ir­fram. Ég spáði ekki einu sinni í því að borða og mig langaði bara heim til mömmu. Ég gat ekki einu sinni talað ensku, það kom bara ís­lensk­ur hreim­ur og ég var bara al­gjöru áfalli,“ segir hún enn fremur í samtali við mbl.is.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439.

Hér má sjá fleir­i mynd­ir af brun­an­um og þeim gríð­ar­leg­u skemmd­um sem urðu á íbúð Kol­brún­ar.

Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend
Mynd/Aðsend