Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins vakti athygli á því á nýjasta fundi borgarráðs að skemmtistaðurinn American Bar fái undanþágu til að sýna frá úrslitaleiknum um Ofurskálina í amerískum ruðningi.
„Í ljósi umræðunnar um hávaðann í miðbæ og vinnu við að koma böndum á hann koma upp í hugann margar spurningar sem tengjast leyfi af þessu tagi,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Leikurinn hefst rétt fyrir miðnætti og fékk staðurinn leyfi til að selja áfengi til 04.30 um nótt aðfaranótt mánudagsins 13. febrúar.
Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útfærslu kom fram að Kolbrún væri ósátt með ákvörðunina en hún var að vekja athygli á ákvörðuninni.