Þrjú keppast um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Það eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður en hún sækist eftir fyrsta eða öðru sæti.
Una sækist þó ekki ein eftir 2. sætinu því Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingkona og ráðherra, sækist einnig eftir því.
Alls eru það níu manns sem gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin í Suðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem haldið verður 15. til 17. apríl 2021. Listann má sjá í heild sinni hér að neðan.

Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. 4. – 5. sæti.
Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, hugbúnaðarsérfræðingur. 3. – 5. sæti.
Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi. 4. sæti.
Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. 2. sæti.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og umhverfisfræðingur. 1. sæti.
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður. 1. sæti.
Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður. 1. – 2. sæti.
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi. 3. sæti.
Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari. 3. – 5. sæti.