Innlent

Könnun ASÍ: Sláandi verðmunur á matvöru

Um 3000 krónum munaði á vörukörfu með tólf vörum í verslunum Iceland og Bónus.

73 prósenta verðmunur reyndist á Iceland og Bónus.

Í ríflega helmingi tilvika reyndist munur á hæsta og lægsta verði í íslenskum matvöruverslunum yfir 40 prósent. Í fjórðungi tilfella var munurinn yfir 70 prósent.

Þetta kemur fram í verðkönnun ASÍ. Iceland var oftast með hæsta verðið, eða í 35 tilvikum af 100. Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða í 21 skipti. 

Bónus var í 63 tilfellum af 100 með lægsta verðið en könnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins.

Fram kemur að vörukarfa með tólf vörum hafi verið 2.813 krónum dýrari í Iceland en í Bónus. „Vörukarfa þessi inniheldur vörur eins og brauð, djús, kjötbollur, banana, cheerios, handsápu og  þvottaefni.“ Munurinn er að meðaltali 73 prósent í verslununum tveimur.

ASÍ segir að niðurstöður könnunarinnar séu sláandi. Gríðarlegur verðmunur hafi reynst á flestum vörum í könnuninni. „100% verðmunur var á frosnu lambalæri, lægsta verðið mátti finna í Bónus og í Nettó þar sem það kostaði 1.098 kr. en hæsta verðið var í í Kjörbúðinni Sandgerði þar sem það kostaði  2.109 kr.“ 

Munur hafi einnig reynst gífurlegur þegar kom að svínakótilettum og á ferskum laxi. „Mjög mikill verðmunur var einnig á ávöxtum og grænmeti, drykkjarvörum, þurrvörum og dósamat, brauði og kextmeti.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Innlent

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Innlent

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Auglýsing

Nýjast

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Borgin sýknuð af bótakröfum skólaliða

Veiði­gjalda­frum­varpið sam­þykkt á Al­þingi

Segja árás á Shoot­ers ekki eins og henni er lýst í ákæru

Vilja koma í veg fyrir „ó­aftur­kræf náttúru­spjöll“

Þak­plötur og lausir munir fuku í storminum

Auglýsing