Einn af þeim bílum sem sýndur er nú á bílasýningunni í Genf er þessi Keonigsegg Jesko ofurbíll með 1.600 hestöfl í farteskinu. Hann á að vera fær um að brjóta 300 mílna múrinn sem samsvarar til 483 km hraða. Í bílnum er 5,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og vélin mælist orka 1.600 hestöfl með E85 eldsneyti en með hefðbundnu bensíni lækkar hestaflatalan í 1.280. Togið er 1.500 Nm við 5.100 snúninga en hámarkssnúningur vélarinnar er við 8.500 snúninga markið. 

Í forþjöppum vélarinnar er 20 bar þrýstingur sem telst nokkuð hátt og kemur í veg fyrir forþjöppuhik. Vélin er svo tengd við 9 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Koenigsegg Jesko er með enn betra loftflæði en fyrri Agera RS bíll Koenigsegg og nær 1.000 kg niðurþrýstingi við 275 km hraða og er það 40% meiri niðurþrýstingur en í Agera RS. Ekki kemur fram hvenær Koenigsegg hyggst afgreiða fyrstu Jesko bílana en víst má vera að þeir munu kosta skildinginn.