Þurrkar, gróður­eldar og skógar­eyðing hafa leikið kóala­bjarnar­stofninn í Ástralíu grátt á undan­förnum árum. Sam­kvæmt náttúru­verndar­sam­tökum hefur fjöldi þeirra dregist saman um 30 prósent á síðast­liðnum þremur árum af þessum sökum.

Sam­kvæmt Koala Founda­tion hefur dýrunum fækkað úr 80 þúsund árið 2018 í minna en 58 þúsund. Mest hefur þeim fækkað í Nýja-Suður-Wa­les, um 41 prósent á tíma­bilinu. Hvergi mældist fjölgun í hópi kóala­bjarna.

Kóala­björn fær að­hlynningu eftir að vera bjargað frá gróður­eldum í Ástralíu árið 2009.
Fréttablaðið/EPA

Sam­tökin hvetja áströlsk stjórn­völd til að grípa til tafar­lausra að­gerða til að vernda stofninn. „Þetta er afar á­taka­mikil fækkun,“ segir De­borah Tabart fram­kvæmda­stjóri Koala Founda­tion í sam­tali við Reu­ters. Hún vill að lög verði sett til að tryggja vernd kóala­bjarna.

„Ég held að nú séu að­gerðir að­kallandi. Ég veit að þetta getur hljómað bara eins og enda­laus saga af dauða og eyði­leggingu en þessar tölur eru réttar. Þær eru senni­lega verri,“ segir hún.

Í Nýja-Suður-Wa­les hefur kóala­björnum fækkað hratt vegna um­fangs­mikilla gróður­elda seint árið 2019 og snemma árið 2020. Á sumum svæðum sem brunnu var þó engin dýr að finna áður en eldarnir brutust út.

„Það sem veldur okkur á­hyggjum eru svæði eins og vestan­vert Nýja-Suður-Wa­les þar sem þurrkur undan­farinna tíu ára hefur haft upp­söfnuð á­hrif - ár­far­vegir þurrir í ára­raðir, fæða þeirra upp­urin,“ segir Tabart.

Kóala­birnir eiga mjög undir högg að sækja í Ástralíu.
Fréttablaðið/EPA