Svokallaðir Klúbbsmenn og settur ríkislögmaður koma fyrir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á morgun þar sem ræða á starfshætti lögreglu í Guðmunda- og Geirfinnsmálinu.

Einar Bollason, Valdimar Olsen og Magnús Leopoldsson, sem jafnan voru kenndir við skemmtistaðinn Klúbbinn kæmu fyrir nefndina ásamt Andra Árnasyni, settum ríkislögmanni. Klúbbsmennirnir þrír sátu 105 daga í gæsluvarðhaldi árið 1976 í tengslum við hvarf Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Koma að beiðni Miðflokksins

Það var Miðflokkurinn sem fór fram á að þeir yrðu kallaðir fyrir nefndina, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins lagði í september fram fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur um hvort að ráðherra teldi að þeir ættu rétt á bótum eða afsökunarbeiðni af hálfu ríkisvaldsins.

Í skriflegu svari forsætisráðherra kom fram að endanlegir dómar í þeirra málum þar sem þeim hefðu verið dæmdar bætur árið 1980, fyrir að hafa að ósekju setið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði. Hún væri aftur á móti tilbúin að hitta mennina óskuðu þeir þess.