Suðurland

Klósettdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Suðurlandi

Tíu milljónum verður varið í umhverfisverkefni á Suðurlandi.

Fréttablaðið/Ernir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa samþykkt að verja tíu milljónum króna úr sóknaráætlun Suðurlands vegna verkefnisins „Umhverfis-Suðurland, fyrsti áfangi“, sem er hluti af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018.

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir að haldnir verði ýmsir umhverfisviðburðir í tilefni verkefnisins. Til dæmis verði dagur umhverfisins haldinn í apríl, norræni strandhreinsunardagurinn í maí og fleira. 

Sumir dagar eru öllu óhefðbundnari því haldið verður upp á alþjóðlega klósettdaginn í nóvember, en þeim degi er ætlað að minna á að ekki allir búa við þann munað að hafa salerni á heimili sínu.

Verkefnið verður unnið í samstarfi umhverfisnefnda sveitarfélaganna ásamt fjölda stofnana, s.s. Náttúrustofu Suðurlands, Kötlu Geopark og Vatnajökulsþjóðgarði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Suðurland

Húsmæður þakklátar en sakbitnar í orlofinu

Innlent

Smur­brauð á Jóm­frúnni og í IKEA tvennt ó­líkt

Erlent

Paul Allen látinn

Auglýsing

Nýjast

Segl­skútu­þjófurinn í far­banni í mánuð

Ætla að ríkis­sjóður hafi um 35 milljónir af hreppnum

Vilja að lág­marks­laun verði skatt­frjáls

Segir gælu­­­dýra­eig­endur lang­­­þreytta á ein­angruninni

Ekið á gangandi veg­faranda við Ánanaust

Skúturæninginn í far­bann

Auglýsing