Suðurland

Klósettdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Suðurlandi

Tíu milljónum verður varið í umhverfisverkefni á Suðurlandi.

Fréttablaðið/Ernir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa samþykkt að verja tíu milljónum króna úr sóknaráætlun Suðurlands vegna verkefnisins „Umhverfis-Suðurland, fyrsti áfangi“, sem er hluti af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018.

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir að haldnir verði ýmsir umhverfisviðburðir í tilefni verkefnisins. Til dæmis verði dagur umhverfisins haldinn í apríl, norræni strandhreinsunardagurinn í maí og fleira. 

Sumir dagar eru öllu óhefðbundnari því haldið verður upp á alþjóðlega klósettdaginn í nóvember, en þeim degi er ætlað að minna á að ekki allir búa við þann munað að hafa salerni á heimili sínu.

Verkefnið verður unnið í samstarfi umhverfisnefnda sveitarfélaganna ásamt fjölda stofnana, s.s. Náttúrustofu Suðurlands, Kötlu Geopark og Vatnajökulsþjóðgarði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Suðurland

Húsmæður þakklátar en sakbitnar í orlofinu

Erlent

Írar kjósa frelsið

Kosningar 2018

„Við vorum kryddið í kosninga­bar­áttunni“

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Yngstu frétta­menn landsins halda fram­bjóð­endum á tánum

Kosningar 2018

Hætt við að mörg at­kvæði falli niður dauð

Innlent

Kjörsókn í borginni betri en fyrir fjórum árum

Kosningar 2018

Segir kjósendur VG ekki láta rigninguna á sig fá

Kosningar 2018

Lekur inn í kjör­klefa á Kjarvals­stöðum

Innlent

Gripinn glóðvolgur með umferðarskilti í Leifsstöð

Auglýsing