Suðurland

Klósettdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Suðurlandi

Tíu milljónum verður varið í umhverfisverkefni á Suðurlandi.

Fréttablaðið/Ernir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa samþykkt að verja tíu milljónum króna úr sóknaráætlun Suðurlands vegna verkefnisins „Umhverfis-Suðurland, fyrsti áfangi“, sem er hluti af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018.

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir að haldnir verði ýmsir umhverfisviðburðir í tilefni verkefnisins. Til dæmis verði dagur umhverfisins haldinn í apríl, norræni strandhreinsunardagurinn í maí og fleira. 

Sumir dagar eru öllu óhefðbundnari því haldið verður upp á alþjóðlega klósettdaginn í nóvember, en þeim degi er ætlað að minna á að ekki allir búa við þann munað að hafa salerni á heimili sínu.

Verkefnið verður unnið í samstarfi umhverfisnefnda sveitarfélaganna ásamt fjölda stofnana, s.s. Náttúrustofu Suðurlands, Kötlu Geopark og Vatnajökulsþjóðgarði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Suðurland

Húsmæður þakklátar en sakbitnar í orlofinu

Skattamál

Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti

Skólamál

Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla

Auglýsing

Nýjast

Miðflokkurinn tapaði tæpum 16 milljónum

Segist þvinguð til að brjóta umferðarlög

Una veiði­þjófa­dómi en boða hörku fram­vegis

Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH

Flugfreyjur kjósa um vinnustöðvun

Samningaviðræður um Heklureitinn strand

Auglýsing