Sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca og háskólinn í Oxford hefja á ný klínískar prófanir á bóluefni gegn COVID-19 eftir að stutt hlé var gert á rannsóknum vegna mögulegra aukaverkana.

New York Times greindi frá því að sjúklingur hafi greinst með mænubólgu (e. transverse myelitis) eftir að hafa fengið bóluefnið. Ekki var vitað hvort þetta hafi verið vegna bóluefnisins eða annarra orsaka. Var því farið í allsherjarrannsókn á máli sjúklingsins og gert hlé á klínískum prófunum í millitíðinni.

AstraZeneca hefur nú lýst því yfir að óhætt sé að hefja prófanir á ný.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fagnar þessu og segir vinnubrögð AstraZeneca og háskólans í Oxford sýna fram á að öllum öryggisráðstöfunum sé framfylgt í þróun bóluefnis.

Ísland tekur þátt í fjármagna þróun bóluefnis

Samtökin CEPI styðja við og fjármagna rannsóknir við háskólann í Oxford. Er það hluti af COVAX verkefninu svokallaða, samstarfsverkefni milli CEPI, Alþjóðheilbrigðisstofnunarinar (WHO) og bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins Gavi sem hefur það að markmiði að hraða þróun bóluefna gegn COVID-19 og að tryggja aðgang allra að bóluefni.

Ís­land er meðal 80 þjóða sem styðja við verk­efnið en ís­lensk stjórn­völd hafa lofað að leggja fram hálfan milljarð króna í fjár­fram­lagi til CO­VAX-verk­efnisins. Þá fara 250 milljónir beint til CEPI, sem sam­svarar 1,9 milljónum dala. Er því framlag Íslands að styðja beint við þróun bóluefnis hjá AstraZeneca og háskólanum í Oxford.

Þetta þýðir að Ísland muni tryggja sér bóluefni til bólusetja 20 prósent Íslendinga