Klíníkin sjúkrahús svaraði neyðarkalli Landsspítalans strax í morgun og sendi fjóra af sínum heilbrigðisstarfsmönnum til að styðja við mönnun á gjörgæsludeild spítalans, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna. Í vinnslu er samningur á milli heilbrigðisráðuneytisins og Klíníkurinnar í Ármúla um að stöðin útvegi starfsfólk til að létta undir með starfsfólki gjörgæslunnar.

Á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld kemur fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samið verði við einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu um að létt undir með Landsspítalanum vegna mönnunarvanda hans en starfsfólk spítalans hefur verið kallað heim úr sumarorlofi til að mæta þörfinni vegna Covid veikinda.