Á­kveðnar breytingar urðu á virkni eld­gossins um helgina og dettur kviku­stróka­virkni nú niður í nokkrar mínútur í senn og eykst svo með miklum látum og hærri strókum. Úr vefmyndavél RÚV mátti sjá hvernig eiginlega nákvæmlega þetta gerðist.

„Sam­líking við gos­hveri er kannski ekkert galin í þessu til­viki,“ sagði Þorvaldur Þórðaron, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands í gær við Fréttablaðið. „Í þeim til­fellum er oft svona hak á gos­rásinni þannig að gasið eða blöðrurnar safnast undir það. Þegar nægjan­lega mikið magn er komið þá nær það að streyma út fyrir hakið eða haftið og þá gýs. Þetta virðist vera mjög svipað.“