Erlent

Klessti bílinn með bundið fyrir augun í Bird Box á­skorun

Stúlka í Utah batt fyrir augu sín á miðjum þjóðvegi og missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún klessti á annan bíl en enginn slasaðist alvarlega. Stúlkan var að taka þátt í Bird Box áskorun, byggð á mynd frá Netflix.

Bílarnir voru illa farnir.

Sautján ára gömul stúlka í Utah ríki olli árekstri á þjóðvegi í síðustu viku en stúlkan var með bundið fyrir augun og var að taka þátt í hinni svokölluðu „Bird Box áskorun.“ Betur fór en áhorfðist og meiddist enginn alvarlega þó tveir bílar hafi gjöreyðilagst.

Um er að ræða gífurlega vinsæla bíómynd sem framleidd er af streymisveitunni Netflix sem milljónir hafa horft á og er Sandra Bullock í aðalhlutverki. Í myndinni þarf persóna hennar að hafa bundið fyrir augun til að forðast dularfullar verur og hefur uppátækið orðið að svokölluðu „netfyrirbæri“ og hafa þúsundir prófað að binda fyrir augu sín við daglegt amstur.

Sjá einnig: Biðja fólk um að fara varlega í Bird Box áskoruninni

Líkt og áður segir batt stúlkan fyrir augu sín og keyrði hún bílnum fljótlega yfir á næstu akrein, þar sem hún keyrði utan í annan bíl og skutust báðir bílarnir út af veginum og bíll stúlkunnar á ljósastaur og á vegg. Ótrúlegt þykir að enginn hafi meiðst alvarlega.

Lögregluyfirvöld á svæðinu birtu færslu þar sem farið var yfir atvikið. Það var sagt með ólíkindum að taka yrði fram að ekki ætti að keyra bíla með bundið fyrir augun. Lögreglan tók það þó fram, að aldrei, undir nokkrum kringumstæðum ætti að aka þannig.

Myndband þar sem maður hljóp með ungabarn sitt á vegg í áskoruninni varð meðal annars til þess að Netflix bað fólk um að fara varlega í áskoruninni, líkt og sjá má í fréttinni sem vísað er í hér fyrir ofan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bird Box hrellir milljónir not­enda Net­flix

Lífið

Biðja fólk um að fara var­lega í Bird Box á­skoruninni

Mósambík

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

Auglýsing

Nýjast

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit mögulega frestað til 30. júní

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Efling kallar eftir því að bílstjórar standi saman óháð félagi

Auglýsing