Jamie McAnsh, þjáist af þeim sjúkdómi sem kallast á ensku Complex regional pain syndrome og styðst við hækjur þegar hann labbar. Hann komst á grunnbúðir Everest í vikunni. BBC greinir frá þessu.
Grunnbúðir Everest sitja í 5.364 metra hæð en það tók McAnsh ellefu daga að komast að þeim. Hann segist hafa náð bernskudraumi sínum.
„Það voru tímar í þessari stóru áskorun þar sem ég hélt ég myndi ekki ná þessu,“ sagði hann og bætti við að hann hefði verið búinn á því þegar hann komst á grunnbúðirnar. „Þetta hefur verið tilfinningaþrunginn tími.
Dag einn árið 2014 fór McAnsh að sofa, þá hafði hann ekki hugmynd um sjúkdóminn. Daginn eftir vaknaði hann lamaður frá mitti niður að tám. Hann hafði brotið mænuna í svefni. Þrettán mánuðum síðar greindist hann með sjúkdóminn.
Hann þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Hann hefur náð einhverri hreyfigetu aftur en notar enn þá hækjur daglega.