Birgir Þórarins­son, odd­viti Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Sjálf­stæðis­flokkinn. Birgir stað­festi þetta við Morgun­blaðið í dag. Sjálf­stæði­flokkurinn hefur þá 17 þing­menn en Mið­flokkurinn að­eins tvo.

Að sögn Birgis má rekja við­skiptin aftur til upp­á­komunnar á Klaustur bar árið 2018 sem hann hafi verið ó­sáttur við á sínum tíma og vonaðist til að sam­flokks­menn hans hefði lært af því en hafi annað komið í ljós. Eftir langan að­draganda hafi hann á­kveðið að hann ætti ekki sam­leið með hinum þing­mönnum Mið­flokksins.

Birgir segir sam­tali viðMorgun­blaðið að hann hafi ráð­fært sig við trúnaðar­menn Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi, þar á meðal Ernu Bjarna­dóttur sem var í öðru sæði flokksins. Hún er vara­maður Birgis á Þingi og mun færa sig einnig yfir ef hún á­kveður að taka sæti hans.

Birgir Ár­manns­son Þing­flokks­for­maður Sjálf­stæði­flokksins stað­festi inn­göngu fyrrum Mið­flokks­mannsins Birgis Þórarins­sonar í sam­tali við Morgun­blaðið.

„Þing­flokkurinn sam­þykkti beiðni Birgis Þórarins­sonar um inn­göngu sam­hljóða. Við fögnum því að sjálf­sögðu að fá nýjan liðs­mann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru,“ segir Birgir.