Fyrsti þingfundur eftir að drykkjusamtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert hófst klukkan 15 en Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hafði áður boðað að málið yrði rætt í upphafi fundar.

Áhuginn á fundinum virtist slíkur að vefur Alþingis réði vart við aðsóknina í upphafi fundar þegar útsendingin hökti og datt ítrekað út. Twitter-síða þingsins stóðst álagið betur en eftir að Steingrímur lauk máli sínu byrjaði útsengin að streyma hnökralaust.

Sjá einnig: Málið verður rannsakað sem mögulegt siðabrot

„Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ sagði Steingrímur um þingfundinn í samtali við Fréttablaðið í gær.

Sjá einnig: Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt