Þing­menn Mið­flokksins hafa skilað inn and­svörum til for­sætis­nefndar Al­þingis vegna á­lits siða­nefndar um Klaustur­málið svo­nefnda. Frestur til að skila inn and­svörum rann út á föstu­dag en nefndin kláraði álit sitt í byrjun síðustu viku.

Málið fór fyrir siða­nefnd Al­þingis eftir að upp­töku af drykkju­látum þing­mannana sex var lekið til fjöl­miðla, þar sem þeir heyrast meðal annars fara niðrandi orðum um sam­starfs­fólk sitt. Það er í annað sinn sem reynir á siða­reglur þing­manna fyrir for­sætis­nefnd, en hitt málið varðar um­mæli sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata, lét falla um Ás­mund Frið­riks­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokksins. Nefndin komst að þeirri niður­stöðu að Þór­hildur Sunna hefði brotið siða­reglur Al­þingis.

Nefndin af­greiddi álit sitt vegna Klaustur­málins í byrjun síðustu viku og gaf þá þing­mönnunum kost á að senda inn and­svör, sem þeir hafa nú gert. Steinunn Þóra Árna­dóttir, þing­maður VG sem situr í for­sætis­nefnd, stað­festir þetta en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.