Í dag er ár frá því að Bára Hall­dórs­dótt­ir, eða Marvin eins og við fyrst þekkt­um hana, sett­ist á Klaust­ur bar í mið­bæ Reykj­a­vík­ur til að slak­a á, en heyrð­i svo sex þing­menn ræða um sam­starfs­fólk sitt, ein­staka per­són­ur og fjöld­a þjóð­fé­lags­hóp­a á niðr­and­i hátt. Báru of­bauð svo að hún tók sam­tal þing­mann­ann­a upp og send­i upp­tök­un­a síð­ar á fjöl­miðl­a. Rest­in­a þekkj­a flest­ir.

Allt frá þess­um ör­lag­a­rík­a degi hef­ur líf Báru að mikl­u leyt­i snú­ist um þenn­an við­burð, en í dag, þeg­ar ár er lið­ið, vill Bára færa um­ræð­un­a frá sér og yfir til þol­end­a um­ræð­unn­ar sem fór fram á Klaust­ur bar og í kjöl­far­ið en síðar í dag fer fram málþingið „Klaust­ur­gat­e – ári síð­ar“ í hús­næð­i Dec­od­e.

Frétt­a­blað­ið hitt­i Báru og rædd­i við hana um árið sem er lið­ið og af­leið­ing­ar sam­tals Mið­flokks-mann­a, upp­tök­u henn­ar og allt þar á mill­i.

„Við erum með það hér á Ís­land­i, eins og ann­ars stað­ar, að það er hjól­að í þann sem kem­ur með skil­a­boð­in. Hve mik­ið er gert af því til að fæla fólk frá því að tala ekki, veit ég ekki, en Katr­ín [inn­sk. blm. Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herr­a] var að leggj­a fram ný lög þar sem er fjall­að um þett­a. Það þarf að vera klárt þeg­ar fólk kem­ur fram með eitt­hvað sem snert­ir al­mann­a­hags­mun­i hvern­ig þett­a á að vera. Því þett­a hef­ur ver­ið ros­a­legt á­reit­i,“ seg­ir Bára Hall­dórs­dótt­ir, í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Bæði hef­ur á­reit­ið kom­ið fram á net­in­u með skil­a­boð­um sem þeim eru send, auk þess sem henn­i hef­ur ver­ið send­ur póst­ur heim til sín, með ó­geð­felld­um skil­a­boð­um og mynd­um.

Spurð hvort hún telj­i að mál­ið hefð­i far­ið á svon­a flug ef að „Marvin“ hefð­i ekki stig­ið fram seg­ist Bára alls ekki viss.

„En það er mjög góð takt­ík til að dreif­a at­hygl­inn­i frá því sem að mál­ið snýst um,“ seg­ir Bára.

Car­ol­in­e Hunt-Matt­hes, heimsþekktur uppljóstrari, ásamt Báru Halldórsdóttur. Caroline talar á málþinginu síðar í dag.
Fréttablaðið/Ernir

Þekkt taktík til að dreifa athygli

Á mál­þing­in­u í dag er fjöld­i fyr­ir­les­ar­a og með­al þeirr­a er Car­ol­in­e Hunt-Matt­hes, heims­þekkt­ur upp­ljóstr­ar­i sem var rek­in frá Al­þjóð­a­flótt­a­mann­a­stofn­un­inn­i (UNHCR) árið 2003 eft­ir að hún kall­að­i eft­ir því að rann­sókn færi fram á nauðg­un hjálp­ar­starfs­manns á flótt­a­mann­i frá Srí Lank­a.

„Car­ol­in­e tal­ar um að þett­a sé allt­af gert, að far­ið sé í þann sem seg­ir frá til að dreif­a at­hygl­i frá því sem að mál­ið snýst um. Það á að fæla fólk frá því að segj­a frá,“ seg­ir Bára.

Sem er það sem Mið­flokk­ur­inn hef­ur ver­ið að gera?

„Þau hafa ver­ið í mjög mik­ill­i vin­sæld­ar­pól­it­ík og það var lögð ros­a­leg­a mik­il vinn­a í það að taka frá mér alla orku á þess­u ári. Ég hef ekki mik­ið tal­að um það því ég hef vilj­að bein­a at­hygl­i að mál­efn­in­u,“ seg­ir Bára.

En hef­ur þett­a ein­hverj­u breytt? Þau sitj­a öll enn á þing­i?

„Já, það er ein­mitt mál­ið. Við búum í land­i sem er efst á öll­um list­um hvað varð­ar jafn­rétt­i en mér finnst ekk­ert hafa ver­ið gert fyr­ir þær þing­kon­ur sem enn þurf­a að sitj­a með þeim á þing­i. Bæði kon­ur sem lent­u beint í um­tal­i og kon­ur sem lent­u ekki í um­fjöll­un, en þett­a reif upp með þeim sár,“ seg­ir Bára.

Hún seg­ir það eina helst­u á­stæð­un­a fyr­ir því að hún hafi á­kveð­ið að skip­u­leggj­a mál­þing­ið.

„Það verður að tryggja að þett­a ger­ist ekki aft­ur. Mál­þing­ið er hugs­að þann­ig að þau fái að tala sem var tal­að um og vakn­i af þess­ar­i ó­þæg­ind­a­til­finn­ing­u að horf­a upp á hvort ann­að,“ seg­ir Bára.

Sitja öll enn á þingi

Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að margt hafi gerst frá því að hún tók sam­tal þing­mann­ann­a upp þá hafi það ekki end­i­leg­a skil­að sér í mikl­um af­leið­ing­um fyr­ir þau.

„Þau sitj­a öll enn á þing­i, eru kom­in aft­ur í sömu, ef ekki betr­i stöð­ur. Ofur­kurt­eis­in á þing­i hef­ur gert þeim það kleift og þeir haga sér eins og flóð­hest­ar í svað­i og þing­ið bakk­ar bara á með­an, finnst mann­i. Það er mjög furð­u­leg upp­lif­un að horf­a á það að all­ur sá „mek­an­ism­i“ sem á að vernd­a þing­starfs­menn, eins og sið­a­nefnd, það bakk­ar allt sam­an und­an þess­u,“ seg­ir Bára.

Hún tal­ar um það þeg­ar Berg­þór Óla­son, einn Klaust­urs-þing­mann­a, var í haust kjör­inn for­­mað­ur um­­hverf­is- og sam­­göng­u­­nefnd­ar en hann vék til hlið­ar sem for­mað­ur nefnd­ar­inn­ar í febr­ú­ar á þess­u ári.

„Hann komst aft­ur í nefnd­ar­for­mennsk­u, ekki af því að hann var kos­inn þang­að, held­ur af því að það seg­ir eng­inn nei. Það segj­a all­ir að þau sitj­i hjá. Hefð­i ekki ver­ið hægt að fá ein­hvern ann­an hjá Mið­flokkn­um sem var ekki bú­inn að hald­a jafn því­lík­ar ræð­ur um sam­starfs­kon­ur sín­ar?,“ spyr Bára.

Hún furð­ar sig á því að þing­menn­irn­ir sex sitj­i enn sem fast­ast og á vel­gengn­i flokks­ins. Hún seg­ir að hún hefð­i vilj­að sjá skýr­ar­i við­brögð á þing­in­u og að mál­ið hefð­i haft meir­i af­leið­ing­ar fyr­ir þing­menn­in­a. Hún seg­ir að sem dæmi hafi ver­ið fjall­að um það á ný­legr­i #met­o­o ráð­stefn­u sem hald­in var hér land­i að á þing­i Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a fái fólk ekki að sinn­a for­mennsk­u eða öðr­um slík­um em­bætt­is­verk­um í um tvö ár hafi það á­reitt eða orð­ið upp­víst að slæmr­i hegð­un sem brýt­ur á regl­um. Bára ber einn­ig sam­an mál Ágústs Ólaf­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við mál þing­mann­ann­a sex í Mið­flokkn­um. En það kom upp á svip­uð­um tíma.

„Þett­a var leið­ind­a­mál en það var far­ið með það í gegn­um þing­flokk­inn, hann tók við­ur­lög­um og fór í með­ferð. Hann gerð­i ó­trú­leg­a marg­a hlut­i. Það ger­ir verkn­að­inn ekk­ert betr­i eða það að verk­um að hann sé betr­i mað­ur, en það var geng­ið í mál­ið og fólk­i sýnt að tek­ið væri á því,“ seg­ir Bára.

Klausturþingmennirnir sex: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson.

Áreitt á netinu og fær skilaboð heim

Bára hef­ur orð­ið fyr­ir mikl­u á­reit­i eft­ir að hún steig fram, bæði á net­in­u og í raun­heim­i. Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að lengr­a hafi lið­ið hafi á­reit­ið ekki minnk­að.Bára seg­ir að á­reit­ið vegn­a máls­ins hafi ver­ið mik­ið, bæði fyr­ir hana og fjöl­skyld­u henn­ar. Allt frá því í jan­ú­ar og þar til að úr­skurð­ur per­són­u­vernd­ar kom út í maí hafi á­reit­ið ver­ið ros­a­legt. Hún hafi far­ið að spyrj­a sig „hvað nú“ í hvert skipt­i sem henn­i barst nýr póst­ur frá lög­fræð­ingn­um sín­um. Hún hafi þurft að fara víða til að svar­a fyr­ir­spurn­um og fund­um en hafi ekki séð að þing­menn­irn­ir sex hafi þurft að sinn­a mál­in­u eins.

„Hvern­ig ég hafi vog­að mér, ein­hver ör­yrkj­a­kerl­ing út í bæ að ota mín­um tota. Það er alveg sama hver ég er eða hvað ég hef fram að bjóð­a. Það er ef­ast um fötl­un­in­a mína og svo eru alls­kon­ar furð­u­leg­heit í kring­um kyn­hneigð mína og fjöl­skyld­un­a.“

„Um dag­inn þeg­ar við hóf­um söfn­un fyr­ir máls­kostn­að­in­um þá fékk ég hrúg­u af ó­geðs­leg­um skil­a­boð­um og skjá­skot­um sem fólk var að send­a mér. Mér leið á tím­a­bil­i eins og þett­a væri skip­u­lagt, það var svo mik­ið og allt­af ó­lík­ir reikn­ing­ar. Ég er með skófl­urn­ar af svon­a skil­a­boð­um. Þar er ekki tal­að fal­leg­a um kon­ur að ör­yrkj­a, sam­kyn­hneigð­a eða hin­seg­in fólk. Opin­ber­leg­a hlýt­ur fólk að smit­ast af því hvern­ig er tal­að um það á þing­i. Mað­ur sér það ann­ars stað­ar að orð­ræð­a al­menn­ings end­ur­spegl­ast af því ef að þing­menn leyf­a sér að tala svon­a. Það mynd­ast leyf­i til að tala svon­a,“ seg­ir Bára.

„Enda varð ég veik. Kon­an mín misst­i mik­ið úr vinn­u og við erum stór­skuld­ug­ar eft­ir þett­a ár. And­leg­a hef­ur þett­a tek­ið of­boðs­leg­a mik­ið á mig. Ég tek á­byrgð á þess­u, en ég tel samt ekki eðl­i­leg við­brögð­in sem ég þarf að sitj­a und­ir. Það er eins í þess­u og svo mörg­u öðru, að ein­stak­ling­ur­inn, sem hef­ur minnst bol­magn til að tak­ast á við það, er dreg­inn á­fram end­a­laust og ekk­ert tal­að um mál­efn­ið á með­an,“ seg­ir Bára.

Mál Báru var tekið fyrir á ýmsum dómstigum, þar á meðal héraðsdómi.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Afleiðingarnar miklar fyrir öryrkja

Hún seg­ir það eitt og sér rann­sókn­ar­efn­i hvern­ig fólk leyf­ir sér að tala um ör­yrkj­a á Ís­land­i.

„Hvern­ig ég hafi vog­að mér, ein­hver ör­yrkj­a­kerl­ing út í bæ að ota mín­um tota. Það er alveg sama hver ég er eða hvað ég hef fram að bjóð­a. Það er ef­ast um fötl­un­in­a mína og svo eru alls­kon­ar furð­u­leg­heit í kring­um kyn­hneigð mína og fjöl­skyld­un­a. Og svo þess­ar bless­uð­u sam­sær­is­kenn­ing­ar. Ég veit ekki hvað­a flokk ég átti ekki að hafa ver­ið í sam­band­i við því auð­vit­að gat ég ekki, stak­ur kven­mað­ur hafa tek­ið þett­a sjálf upp og svo spil­að þett­a fyr­ir ein­hvern,“ seg­ir Bára og bætir við:

„Um­ræð­an batn­að­i kannsk­i tím­a­bund­ið þeg­ar fólk var í sam­stöð­u til að byrj­a með. En svo fer það fólk bara í sitt dag­leg­a líf og það sem eft­ir eru há­vær­u radd­irn­ar sem hald­a á­fram. Hat­urðs­orð­ræð­a gagn­vart veik­u fólk­i og ör­yrkj­um og ein­hvers kon­ar af­neit­un á því að Ís­land sé ríki þar sem að til eru ör­yrkj­ar, þá eru all­ar þess­ar at­hug­a­semd­ir eins og það eigi ekki að styðj­a fólk sem er veikt.“

„Eig­um við ekki að ræða það sem eft­ir sit­ur. Það er heilt ár lið­ið þar sem kon­urn­ar sem var rætt um sitj­a enn á sama stað í sam­vinn­u við menn sem að viku, að orði til. Ég er þeirr­ar skoð­un­ar að það þurf­i að taka þett­a mál og kryfj­a það, ekki út frá því hvort að ein­hver hafi mátt taka ein­hvern upp, held­ur út frá því hvar rétt­ur þeirr­a sem tal­að var um er,“ seg­ir Bára.

Hún seg­ir að margr­i hafi, eft­ir að hún steig fram, gert ráð fyr­ir því að hún ætti við and­leg veik­ind­i að stríð­a, en ekki lík­am­leg.

„Sem er enn stærr­i glæp­ur á Ís­land­i, því það er svon­a „gerv­i“ og ó­sýn­i­leg ör­ork­a og ég veit alveg að það hef­ur stór­an þátt í því hvern­ig fólk lít­ur á mig, að ég er mis­veik. Ég er kannsk­i með 20 starfs­ork­u og fólk mig sér bara í því, því það get­ur ver­ið vill­and­i.“ seg­ir Bára.

Hún seg­ir að því núna, þeg­ar búið er að drag­a mál henn­ar í gegn­um öll mög­u­leg dóm­stig, þá telj­i hún tím­a­bært að um­ræð­an fari að snú­ast um mál­efn­ið sjálft og þá orð­ræð­u sem við­höfð var á Klaust­ur bar þann 20. nóv­emb­er fyr­ir ári síð­an.

Bara „eitt­hvað fyll­er­ír­raus“?

„Eig­um við ekki að ræða það sem eft­ir sit­ur. Það er heilt ár lið­ið þar sem kon­urn­ar sem var rætt um sitj­a enn á sama stað í sam­vinn­u við menn sem að viku, að orði til. Ég er þeirr­ar skoð­un­ar að það þurf­i að taka þett­a mál og kryfj­a það, ekki út frá því hvort að ein­hver hafi mátt taka ein­hvern upp, held­ur út frá því hver rétt­ur þeirr­a sem tal­að var um er,“ seg­ir Bára og bæt­ir við:

„Ég veit að það er mjög mik­ið af já­kvæð­um stuðn­ing­i og mik­ið af fólk­i er sam­mál­a mér. En svo sit­ur hlut­i Ís­lend­ing­a í komm­ent­a­kerf­in­u og held­ur því í hrein­skiln­i fram að Ís­lend­ing­ar séu sátt­ir við nið­ur­stöð­u máls­ins og hafi fund­ist þett­a bara „eitt­hvað fyll­er­ír­raus“. Það var ein af at­hug­a­semd­un­um sem ég sá og það kveikt­i í mér tvö­fald­an eld að hald­a mál­þing­ið. Því ég er viss um að það er ekki rétt, að fólk sé sátt við nið­ur­stöð­un­a,“ seg­ir Bára.

„Þeg­ar aðr­ir tala um mál­ið, þá er ég með at­hygl­is­sýk­i“

Bára seg­ir að allt frá því að mál­ið kom fyrst upp og hún steig fram hafi hún í­trek­að ver­ið sök­uð at­hygl­is­sýk­i.

„Meir­a að segj­a þeg­ar aðr­ir tala um mál­ið, þá er ég með at­hygl­is­sýk­i. En það er ekki at­hygl­is­sýk­i þeg­ar Sig­mund­ur tal­ar um það eða í þeim að send­a bréf eft­ir bréf til að reyn­a að fá við­brögð frá mér,“ seg­ir Bára

Bára seg­ir að það algengan misskilning að hún hafi breyst við Klaust­ur­mál­ið og hafi á ein­hvern hátt far­ið að sækj­a meir­a í at­hygl­i. Hún hafi ein­fald­leg­a allt­af ver­ið eins, en nú taki bara fleir­i eft­ir því sem hún er að gera.

„At­hygl­in sem hef­ur beinst að mér, hef­ur beinst að mér út af rétt­ind­a­mál­um. Út af því að ég er rödd fólks sem er að baki mér. Ekki út af mín­um hæf­i­leik­um eða hvort ég sé skemmt­i­leg. Það er fólk sem fær at­hygl­i fyr­ir minn­a, en ein­hverr­a hlut­a vegn­a er það ekki leyf­i­legt fyr­ir svon­a litl­ar ör­yrkj­a­kon­ur. En það er allt í lagi fyr­ir á­hrif­a­vald­a að vekj­a at­hygl­i á 70 mis­mun­and­i þvott­a­efn­is­teg­und­um eða vera sæt­ur í bik­in­í, það er í lagi,“ seg­ir Bára og bætir við:

„Ég hef ver­ið í mann­rétt­ind­a­bar­átt­u í fimm eða sex ár. Ég hef sent út grein­ar. Ég fékk eng­in komm­ent um at­hygl­is­sýk­i fyrr en kom að þess­u máli. Ég breytt­i engu í minn­i hegð­un. Ég hef leng­i ver­ið virk­ur með­lim­ur í PEPP, Tabú og búin að taka átt í ráð­stefn­unn­i Trufl­and­i til­vist og fleir­u slík­u. Það eru til grein­ar eft­ir mig mörg ár aft­ur í tím­ann, en það bara vill svo til að núna hring­ir nafn­ið mitt ein­hverj­um bjöll­um hjá fólk­i. Ég hef ekk­ert breytt minn­i hegð­un, það eru bara fleir­i sem sjá það núna. Það er ekki at­hygl­is­sýk­i að leit­a rétt­ind­a fyr­ir sinn hóp,“ seg­ir Bára.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað þjóðina afsökunar. „Ég vil biðja starfsfólk okkar, konur, fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla, afsökunar,“ sagði Steingrímur.
Fréttablaðið/Anton Brink

Málþingið opið öllum

Hún seg­ir að mál­þing­ið sé opið og það verð­i pall­borðs­um­ræð­ur sem hver sem er geti tek­ið þátt í. Svo verð­i hægt að stofn­a til um­ræð­u á sam­fé­lags­miðl­um und­ir myll­u­merkj­un­um #mið­flokks­mál­ið, #klaust­ur­ga­ter­ev­is­it­ed #not­in­myp­ar­li­a­ment

Einn­ig, ef fólk hef­ur sér­stak­ar skoð­an­ir á mál­in­u, en vill ekki koma fram und­ir nafn­i þá er hægt að send­a það inn á net­fang­ið Klaust­ur2019@gma­il.com

Þá vill Bára að lok­um vekj­a at­hygl­i á und­ir­skrift­al­ist­a sem hún stofn­að­i til á is­land.is um „Mið­flokks­mál­ið“ eins og hún vill að það sé núna kall­að. Þar er kraf­ist breyt­ing­a á starfs­um­hverf­i þings­ins og að Al­þing­i setj­i og stand­i við regl­u­gerð­ir og að­gerð­a­á­ætl­an­ir sem eigi að veit­a vernd gegn hvers kyns of­beld­i eða kúg­un gegn starfs­mönn­um. Hægt er að kynn­a sér það bet­ur og skrif­a und­ir hér.

Málþingið er hægt að kynna sér hér.

Efnt var til nokkurra mótmæla á Austurvelli vegna málsins.
Fréttablaðið/Ernir