Rússnesk klámmyndaleikkona hefur hleypt lífi í kosningabaráttu í Murmansk-héraði í Rússlandi, með því að lýsa því yfir að hún hyggist sækjast eftir því að verða ríkisstjóri.

Elena Berkova hóf kosningabaráttuna á Instagram, þar sem hún spurði fylgjendur sína og væntanlega kjósendur, hvaða mál brynnu helst á þeim sem byggju í Murmansk. „Hvaða áskoranir horfist þið í augu við? Hvernig er staðan í hjúkrunarmálum, skólum, húsnæðismálum og á sjúkrahúsunum? Ég vil fræðast um daglegt líf í Murmansk. Ég styð ykkur,“ sagði hún.

Berkova lofaði því í útvarpsviðtali að birta stefnuyflrýsingu og aðrar fyrirætlanir sínar þegar hún hefði komist að endanlegri ákvörðun með framboð. Russian Times greinir frá þessu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berkova gælir við stjórnmál en árið 2009 sagðist hún ætla í framboð til að verða borgarstjóri í Sochi. Hún setti í gang kosningaherferð en skráði sig þó aldrei sem frambjóðanda.

Í hitteðfyrra tilkynnti hún að hún ætlaði í forsetaframboð árið eftir. á þeirri vegferð lofaði kynnti hún til sögunnar kynlífspróf í skólum og að refsing við kynferðislegri áreitni yrði dauðadómur. Á daginn kom þó að Berkova, sem þá var 32 ára, hafði ekki náð aldri til að fara fram.

Vænt framboð hennar að þessu sinni gæti verið í uppnámi. Berkova var lögð inn á sjúkrahús nýverið vegna álags, bæði í líkamsrækt og vinnu. Þá bætti ekki úr skák að hún skildi nýverið við fimmta eiginmann sinn.