Í að­draganda al­þingis­kosninga 2021 lagði Við­skipta­ráð stutt stað­reynda­próf fyrir fimm efstu fram­bjóð­endur á listum flokka í al­þingis­kosningum. Síðar gafst kjós­endum tæki­færi á að spreyta sig á sömu könnun undir for­merkjunum Ertu skarpari en stjórn­mála­maður? og kanna hvort þeir stæðust prófið, þ.e.a.s. hvort þeir svöruðu fleiri spurningum rétt en meðal­fram­bjóðandinn.

Spurningarnar eru þrettán talsins og varða t.a.m. Al­þingi, efna­hags­mál, hag­stjórn o.fl. Þetta kemur fram í frétt á vef Við­skipta­ráðs.

Miðað við stað­reynda­próf Við­skipta­ráðs eru kjós­endur skarpari en stjórn­mála­menn, en þeir svöruðu 6,22 spurningum af 13 rétt en meðal­fram­bjóðandi svaraði að­eins 5,83 spurningum rétt.

Gömul mýta um langa vinnu­viku Ís­lendinga ekki á undan­haldi


Mikill meiri­hluti bæði fram­bjóð­enda og kjós­enda hafði rangt fyrir sér í svari fjögurra spurninga af þrettán þar sem minna en þriðjungur þátt­tak­enda svaraði rétt.

Gömul mýta um langa vinnu­viku Ís­lendinga virðist ekki vera á undan­haldi en það er sú spurning sem fæstir svöruðu rétt. Spurt var: Hversu löng er vinnu­vikan á Ís­landi í saman­burði við OECD ríkin? Rétt svar er 15% undir meðal­tali OECD, en þvert á það er al­gengasta svar bæði fram­bjóð­enda og kjós­enda 15% yfir meðal­tali.

Fæstir gátu svarað því rétt hversu löng vinnuvikan er á Íslandi.
Getty
Heimild:Viðskiptaráð

Kaupmáttaraukning þjóðar eftir aldurshópum

Sú spurning sem fæstir kjós­endur svöruðu rétt snýr að kaup­máttar­aukningu þjóðarinnar eftir aldurs­hópum. Spurt var: Hvaða aldurs­hópur hefur, á mæli­kvarða meðal­tals ráð­stöfunar­tekna, fengið mestu kaup­máttar­aukninguna frá árinu 2000?

Að meðal­tali hafa ráð­stöfunar­tekjur fólks á bilinu 65-74 ára aukist mest frá árinu 2000 eða um 54% á verð­lagi ársins 2020. Þó var al­gengast að bæði kjós­endur og fram­bjóð­endur teldu aukninguna mesta hjá fólki á miðjum aldri en kaup­máttar­aukning þess hóps nemur að­eins 29% frá árinu 2000.

Fæstir kjósendur vissu að ráðstöfunartekjur eldri borgar hafa aukist mest frá árinu 2000.
Fréttablaðið/Stefán
Heimild:Viðskiptaráð

Skipting íbúðalána

Sú spurning sem fæstir fram­bjóð­endur svöruðu rétt snýr að skiptingu í­búða­lána. Tekið er fram að í árs­byrjun 2016 voru 16% lána heimilanna ó­verð­tryggð og spurt var: Hvert var hlut­fallið í maí 2021? Rétt svar er 47% en að­eins fimmti hver fram­bjóðandi svaraði rétt og þriðji hver kjósandi.

Hins vegar taldi rúm­lega helmingur kjós­enda og fram­bjóð­enda hlut­fallið vera 32%. Hlut­fall ó­verð­tryggðra í­búða­lána hefur farið ört vaxandi síðustu ár en hrein ný ó­verð­tryggð í­búða­lán námu 25,3 ma.kr. í ágúst og verð­tryggð lán voru greidd upp fyrir 4,3 ma.kr.

Alls svöruðu 86 fram­bjóð­endur könnuninni og þegar þetta var ritað höfðu 1.921 kjós­endur tekið þátt. Meðal­kjósandinn svaraði 6,22 spurningum rétt en meðal­fram­bjóðandinn að­eins 5,83 spurningum. Þá eru spurningarnar sex talsins þar sem meiri­hluti kjós­enda svaraði rétt en fjórar meðal fram­bjóð­enda. Því má segja að þeir kjós­endur sem tóku þátt séu al­mennt skarpari en stjórn­mála­maður.

Hægt er að sjá heildar­niður­stöður hér.

Heimild:Viðskiptaráð