Innlent

Kjós­endur Pírata og Við­reisnar vilja flestir lík­brennslu

Flestum hugnast frekar að láta brenna sig heldur en jarð­setja að þeim látnum ef marka má nýja skoðana­könnun MMR. Sam­kvæmt henni kjósa 59% bál­för en 38% greftrun.

Samkvæmt skoðanakönnun MMR kýs fólk almennt frekar að láta brenna sig en jarða að jarðvist sinni lokinni.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR kýs meirihluti fólks bálför frekar en greftrun eftir að jarðvist þess lýkur. Spurt var hvers konar útför fólk myndi kjósa fyrir sjálft sig og boðið upp á fimm svarmöguleika; „bálför (líkbrennsla)“, „jarðarför (greftrun)“, „annað“, „veit ekki“ og „vil ekki svara.“

Af þeim sem svöruðu sögðust 59% vilja láta brenna sig, 38% völdu jarðarför og þau 3% sem eftir standa vilja eitthvað annað.

Úrtakið var valið handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, einstaklingar átján ára og eldri. 928 manns tóku þátt og 78,5% tóku afstöðu til spurningarinnar. Svarendur í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að kjósa bálför, eða 62%.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að kjósa líkbrennslu, 68%, heldur en greftrun, 29%. Fólk á landsbyggðinni var líklegra til að kjósa jarðarför, 55%, heldur en bálför. Enginn munur var á afstöðu eftir kyni.

Þegar val fólks á útfararkostum er skoðað eftir því hvaða stjórnamálaflokka það kýs er skiptingin nokkuð jöfn nema hjá kjósendum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sem hallast frekar að bálför. Þannig völdu 71% kjósenda Samfylkingarinnar líkbrennslu og 80% þeirra sem síðast kusu Pírata og Viðreisn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Meiri­hluti lands­manna fylgjandi verk­föllum

Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkandi

Innlent

Langflestir á móti sölu áfengis í búðum

Auglýsing

Nýjast

Gul stormviðvörun á morgun

Lægri fast­eigna­skattur og hærri syst­kina­af­sláttur

Vegagerðin vill Þ-H þrátt fyrir nýja greiningu

Varð fyrir 500 kílóa stálbita

„Hefði orðið upplausn í Bretlandi“

Stóð af sér tillögu um vantraust með góðum meirihluta

Auglýsing