Til­laga um að halda for­val um þrjú efstu sætin hjá VG í Reykja­vík fyrir borgar­stjórnar­kosningarnar í vor var sam­þykkt með 93 prósent at­kvæða á fé­lags­fundi Vinstri hreyfingarinnar - græns fram­boðs í Reykja­vík í gær, 17. janúar.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá flokknum en þar kemur fram að tvær til­lögur hafi verið lagðar fyrir fundinn, annars vegar um upp­stillingu en hin um að halda for­val.

Á fundinum var einnig kjörin kjörnefnd sem mun hún annast framkvæmd forvals og uppstillingu listans í kjölfar forvals. Í kjörstjórn voru kosin Elías Jón Guðjónsson, Álfheiður Ingadóttir, Torfi Stefán Jónsson, Guy Conan Stewart og Elínrós Birta Jónsdóttir.