Atkvæðagreiðsla um frekari verkfallsaðgerðir Eflingar hefst á hádegi í dag og stendur fram á laugardag. Atkvæðisrétt eiga þeir félagsmenn sem starfa hjá þeim fyrirtækjum em verkföllin taka til, en það eru meðal annars Strætóbílstjórar og starfsmenn fjömargra hótela á höfuðborgarsvæðinu. Lista yfir þau hótel og gistiheimili sem verkföll taka til má finna hér.

Í dag hefst einnig atkvæðagreiðsla hjá öllum fyrirtækjum í hópbifreiðaakstri á félagssvæði Eflingar, en sérstök atkvæðagreiðsla verður fyrir félagsmenn sem starfa hjá Almenningsvögnum Kynnisverða ehf, sem annast hluta leiðakerfis Strætó. 

Sjá einnig: Meiri­hluti styður verk­föll

Lagt er til að verkföllin verði ýmist tímabundin eða ótímabundin og að þau taki eftir atvikum til tiltekinna starfa og/eða starfsskyldna. Fyrstu verkföllin hefjist 18. mars 2019.

Sjá einnig: Ragnar Þór: Telur að verk­falls­á­ætlun muni „bíta mjög fast“