Yfir­kjör­stjórn Varð­ar, full­trú­a­ráðs Sjálf­stæð­is­fé­lag­ann­a í Reykj­a­vík, mun ekki að­haf­ast frek­ar vegn­a kvört­un­ar fram­boð­a Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herr­a og Dilj­ár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur að­stoð­ar­kon­u um meint­an að­gang Magn­ús­ar Sig­ur­björns­son­ar, bróð­ur Ás­laug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mál­a­ráð­herr­a, að kjör­skrá og flokks­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þau Guð­laug­ur Þór og Ás­laug Arna sækj­ast bæði eft­ir fyrst­a sæti á list­a Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykj­a­vík en Dilj­á Mist eft­ir því þriðj­a.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá yf­ir­kjör­stjórn sem lauk fund­i sín­um fyr­ir skömm­u. At­hug­a­semd­irn­ar voru gerð­ar með vís­an til ann­arr­ar máls­grein­ar fjórð­u grein­ar próf­kjörs­regln­a flokks­ins um jafn­an að­gang fram­bjóð­end­a að upp­lýs­ing­um. Því var hald­ið fram að Magn­ús hefð­i haft að­gang að flokks­skránn­i, þar sem finn­a má ná­kvæm­ar og stöð­ugt upp­færð­ar upp­lýs­ing­ar um flokks­menn í að­drag­and­a próf­kjörs­ins og eft­ir að frest­ur til fram­boðs var runn­inn út. Próf­kjör­ið fer fram á morg­un og laug­ar­dag.

„Magn­ús Sig­ur­björns­son hafð­i að­gang að flokks­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegn­a verk­efn­a sem hann vann fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Verk­efn­i Magn­ús­ar sner­ist að því að tengj­a sam­an flokks­skrá og nýtt tölv­u­póst­kerf­i flokks­ins. Magn­ús hafð­i áður unn­ið hjá flokkn­um í rúm fjög­ur ár. Var að­gang­i Magn­ús­ar að flokks­skrá lok­að þann 1. júní sl.,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá yf­ir­kjör­stjórn. Þar seg­ir enn frem­ur að Magn­ús hafi aldr­ei haft að­gang að kjör­skrá flokks­ins vegn­a próf­kjörs­ins.

Skráð­i sig síð­ast inn 10. maí

Far­ið var yfir inn­skrán­ing­ar Magn­ús­ar í flokk­skránn­a og var síð­ast­a inn­skrán­ing hans 10. maí og gerð að beiðn­i starfs­manns flokks­ins vegn­a verk­efn­is sem Magn­ús vann að fyr­ir hann.

„Fram­boðs­frest­ur vegn­a próf­kjörs­ins rann út föst­u­dag­inn 14. maí sl. Kjör­skrá var af­hent fram­bjóð­end­um þann 18. maí. Þá var við­bót við kjör­skrá sem m.a. inn­i­hélt ný­skrán­ing­ar að­geng­i­leg öll­um fram­boð­um kl. 10.00 mán­u­dag­inn 31. maí. Fyr­ir ligg­ur að fram­bjóð­end­ur sem vild­u nýta sér þau gögn hófu út­hring­ing­ar strax í kjöl­far­ið.“

Af fram­an­greind­um á­stæð­um tald­i yf­ir­kjör­stjórn­in að at­hug­a­semd­irn­ar ættu ekki við rök að styðj­ast og að ekki hafi ver­ið brot­ið gegn próf­kjörs­regl­um. Því verð­i ekki að­hafst frek­ar vegn­a at­hug­a­semd­a fram­boð­ann­a tveggj­a.