Magnús Davíð Norð­dahl lög­maður telur að kjör­sókn í næstu Al­þingis­kosningum muni taka dýfu verði seinni talningin í Norð­vestur­kjör­dæmi stað­fest á Al­þingi. Sú niður­staða gæti reynst mikið ó­heilla­skref fyrir lýð­ræðið hér á landi. Þetta segir Magnús í færslu á Face­book-síðu sinni.

Magnús, sem var odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir síðustu Al­þingis­kosningar, er einn af þeim kært hafa kosningarnar og krefst þess að boðað verði til upp­kosninga. Hann segir mikla á­byrgð hvíla á herðum Al­þingis­manna.

„Á­byrgð Al­þingis er mikil til skemmri og lengri tíma litið. Lýð­ræði í hinum vest­ræna heimi hefur átt undir högg að sækja af ýmsum á­stæðum á síðustu árum,“ segir Magnús og bætir við að hann efist um að Ís­lendingar myndu leggja blessun sína yfir sam­bæri­lega fram­kvæmd kosninga annars staðar.

Fari svo að Al­þingis­menn stað­festi seinni talninguna segir Magnús að það yrði sorgar­dagur fyrir lýð­ræðið. Hann ber upp svart­sýna spá fyrir næstu kosningar: „Kjör­sókn mun ef­laust taka skarpa dýfu í næstu kosningum vegna aukins van­trausts.“

Hann heldur á­fram: „Þing­menn eru bundir af sann­færingu sinni en ekki flokks­pólitískum hags­munum vegna árangurs í síðustu kosningum eða ótta við slæ­legan árangur í upp­kosningu,“ segir Magnús.