Um 30 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði um land allt. Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verður þeim lokað klukkan 22 í kvöld.

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa allir greitt sín atkvæði.

Stjórnmálamenn mættu flestir fyrir hádegi í dag.
Fréttablaðið/Samsett mynd

Kjörsókn er góð í Reykjavík miðað við síðustu kosningar. Líkt og má sjá á vef Reykjavíkurborgar höfðu 31,23 prósent kosið klukkan 15:00.

Rúmlega 30 prósent kjósenda í Suðurkjördæmi hafa greitt atkvæði. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi greinir frá því að klukkan 15:00 í dag höfðu 12.186 kosið eða 31,82 prósent.

Í kosningunum 2017 höfðu 10.951 kosið klukkan 15:00 eða 30,29 prósent.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi kl. 15:00 er 29,3 prósent og hafa 21.579 manns greitt atkvæð en á kjörskrárstofni eru 73.729 manns. Í síðustu alþingiskosningum árið 2017 höfðu 20.837 kosið eða 30 prósent.

Í Norðvesturkjördæmi höfðu 37,5 prósent kjósenda greitt atkvæði klukkan 15:00

Á Akureyri í Norðausturkjördæmi höfðu um 30 prósent kjósenda greitt atkvæði klukkan 15:00. Síðustu tölur úr hinum stóru hreppunum komu klukkan 14 og voru þá um 26 prósent kjósenda búnir að greiða atkvæði.