Efnahagur stórs hóps aldraðra á Íslandi er svo bágborinn að jafnt undrun og hneykslun vekur. Þetta koma fram í máli viðmælenda Sigmundar Ernis í klukkustundarlöngum þættinum KJÖR ALDRAÐRA sem sýndur var í gærkvöldi á Hringbraut, sunnudaginn 12.september.

Fátæktargildrunar liggja víða í kerfinu, húsnæðisleysi og jafnvel vannæring er viðvarandi vandamál, en þess utan býr hópurinn við heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu.

Í þættinum KJÖR ALDRAÐRA var dregin upp raunsönn mynd af kjörum þessa sívaxandi þjóðfélagshóps með aðstoð sérfræðinga og formanna í hagsmunahópum.

Viðmælendur þáttarins eru Stefán Ólafsson, prófessor, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Bryndís Hagan Torfadóttir, í stjórn öldrunarráðs VR.

Ragnar Þór, Stefán Ólafsson og Helgi Pé.
Mynd/Hringbraut