Innlent

Kjöt & Fiskur verður lokað í síðasta skipti í kvöld

Matvöruverslunin Kjöt & Fiskur við Bergstaðastræti verður lokað í hinsta sinn. Annar eigandi búðarinnar segir að um nýtt upphaf sé að ræða.

Verslun Kjöts & Fisks við Bergstaðastræti.

Matvöruverslunin Kjöt & Fiskur mun hætta rekstri frá og með klukkan sjö í kvöld, en tilkynning þess efnis kom inn á Facebook síðu verslunarinnar í dag. Verslunin var stofnuð árið 2014 af þeim Pavel Ermolinskij og Jóni Arnóri Stefánssyni, landsliðsmönnum í körfubolta.

Annar eigendanna, Pavel, segir að rekstrarumhverfið sé erfitt fyrir litlar hverfisbúðir. „Þetta var stórt verkefni og búðarreksturinn var bara hluti af því. Hann var orðinn erfiður og við erum að sjálfsögðu að keppa við þessar stærri verslanir,“ segir Pavel í samtali við Fréttablaðið. „Okkur tókst samt að mynda þennan skemmtilega hverfisfíling og fólk sem byrjaði sem kúnnar eru vinir okkar í dag. Það er það sem situr eftir.“

Pavel við framkvæmdir í versluninni.

Aðspurður segir Pavel þetta ekki vera endalok rekstursins hjá sér, heldur ætlar hann að einbeita sér að því að framleiða vörur. „Við erum í raun bara að breyta til og ætlum að einbeita okkur að því að framleiða vörur, halda því áfram og byggja upp vörumerki þar,“ segir Pavel. „Við erum að breyta áherslunum og færa okkur yfir í aðra hluti þó að búðin hafi verið ákveðin kjarni. Við erum auðvitað daprir yfir þessu en lítum samt á þetta sem nýtt upphaf.“

Um stund voru tvær verslanir reknar undir merkjum Kjöts & Fisks, önnur á Bergstaðastræti í miðbæ Reykjavíkur og hin að Garðatorgi í Garðabæ. Sú síðarnefnda lokaði fyrr í ár.

Verslunin sérhæfði sig í kjöti og fiski, eins og nafnið gefur til kynna, en einnig voru aðrar matvörur fáanlegar svo sem súpur og sætabrauð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lítill munur á Bónus, Krónunni og Nettó

Innlent

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Innlent

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Auglýsing

Nýjast

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Auglýsing