Pia Kjærsgaard, annar varaforseti Folketinget, danska þjóðþingsins, vísaði þingkonunni Pernille Skipper úr þingsal í morgun þar sem Skipper var með ungabarn með sér.

Kjærsgaard tjáði Skipper að ekki það væri pláss fyrir smábörn í þingsalnum. Í kjölfarið var Skipper beðin um að yfirgefa salinn.

Báðar þingkonur staðfesta atburðinn í samtali við danska fjölmiðla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað en það vakti mikla umræðu þegar Metta Abildgaard var beðin að yfirgefa þingsalinn af álíka forsendum árið 2019.

Staðan er öðruvísi hér á landi en það vakti mikla athygli og hrifningu þegar Unnur Brá Konráðsdóttir, þáverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, kom með nýfætt barn í þingsalinn, og ekki nóg með það heldur tók hún barnið með sér upp í pontu.