Klukkur Hallgrímskirkju munu spila lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, fyrir fyrsta leik Íslands á HM á laugardaginn. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest á skrifstofu Hallgrímskirkju.

Íslendingar hefja leik á HM á laugardaginn. Þar verður stórlið Argentínu mótherjinn. Leikurinn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma en klukkan 12:50 mun lagið hljóma í kirkjuklukkunum.

Það verður organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem leikur á klukkurnar.

Ég er kominn heim hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem helsta stuðningsmannalag landsliðsins. Stuðningsmenn liðsins hafa sungið það við flest tækifæri á undanförnum árum.

Þær upplýsingar fengust einnig frá Hallgrímskirkju að þjóðsöngur Íslands muni hljóma klukkan 12 á þjóðhátíðardaginn, á sunnudaginn. 

Hér fyrir neðan má sjá íslenska stuðningsmenn kyrja lagið á EM í Frakklandi: