Innlent

Kirkjuklukkurnar leika „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn

Hallgrímskirkja lætur ekki sitt eftir liggja í upphitun fyrir HM.

Sólstafir að baki Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Klukkur Hallgrímskirkju munu spila lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, fyrir fyrsta leik Íslands á HM á laugardaginn. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest á skrifstofu Hallgrímskirkju.

Íslendingar hefja leik á HM á laugardaginn. Þar verður stórlið Argentínu mótherjinn. Leikurinn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma en klukkan 12:50 mun lagið hljóma í kirkjuklukkunum.

Það verður organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem leikur á klukkurnar.

Ég er kominn heim hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem helsta stuðningsmannalag landsliðsins. Stuðningsmenn liðsins hafa sungið það við flest tækifæri á undanförnum árum.

Þær upplýsingar fengust einnig frá Hallgrímskirkju að þjóðsöngur Íslands muni hljóma klukkan 12 á þjóðhátíðardaginn, á sunnudaginn. 

Hér fyrir neðan má sjá íslenska stuðningsmenn kyrja lagið á EM í Frakklandi:

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

HM-hiti í Stór­moskunni: Á­fram Ís­land!

Innlent

Ras­istar nýta sér myndir af Ís­lendingum á HM

Innlent

Íslendingar hafa hagað sér vel á HM

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Jordan Peter­­son stefnir há­­skóla­­fólki fyrir róg­burð

Innlent

Sendir strákunum kveðju á CNN: „Við erum stolt af ykkur“

Innlent

ASÍ fordæmir afskipti forstjóra Hvals

Innlent

Reynt að fá við­ræður um skila­dag í hálft annað ár

Fréttir

Fleiri ný­nemar á fram­halds­skóla­stigi út­skrifast eftir fjögur ár

Innlent

Fimm teknir ölvaðir á bílum í nótt

Auglýsing