Innlent

Kirkjuklukkurnar leika „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn

Hallgrímskirkja lætur ekki sitt eftir liggja í upphitun fyrir HM.

Sólstafir að baki Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Klukkur Hallgrímskirkju munu spila lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, fyrir fyrsta leik Íslands á HM á laugardaginn. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest á skrifstofu Hallgrímskirkju.

Íslendingar hefja leik á HM á laugardaginn. Þar verður stórlið Argentínu mótherjinn. Leikurinn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma en klukkan 12:50 mun lagið hljóma í kirkjuklukkunum.

Það verður organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem leikur á klukkurnar.

Ég er kominn heim hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem helsta stuðningsmannalag landsliðsins. Stuðningsmenn liðsins hafa sungið það við flest tækifæri á undanförnum árum.

Þær upplýsingar fengust einnig frá Hallgrímskirkju að þjóðsöngur Íslands muni hljóma klukkan 12 á þjóðhátíðardaginn, á sunnudaginn. 

Hér fyrir neðan má sjá íslenska stuðningsmenn kyrja lagið á EM í Frakklandi:

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Innlent

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Innlent

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósetti : „Ég er mjög hræddur“

Nýr BMW 7 með risagrilli

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Dóna­skapur að verða ekki við beiðnum þing­manna um fund

Auglýsing