Innlent

Kirkjuklukkurnar leika „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn

Hallgrímskirkja lætur ekki sitt eftir liggja í upphitun fyrir HM.

Sólstafir að baki Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Klukkur Hallgrímskirkju munu spila lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, fyrir fyrsta leik Íslands á HM á laugardaginn. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest á skrifstofu Hallgrímskirkju.

Íslendingar hefja leik á HM á laugardaginn. Þar verður stórlið Argentínu mótherjinn. Leikurinn hefst klukkan 13 að íslenskum tíma en klukkan 12:50 mun lagið hljóma í kirkjuklukkunum.

Það verður organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem leikur á klukkurnar.

Ég er kominn heim hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem helsta stuðningsmannalag landsliðsins. Stuðningsmenn liðsins hafa sungið það við flest tækifæri á undanförnum árum.

Þær upplýsingar fengust einnig frá Hallgrímskirkju að þjóðsöngur Íslands muni hljóma klukkan 12 á þjóðhátíðardaginn, á sunnudaginn. 

Hér fyrir neðan má sjá íslenska stuðningsmenn kyrja lagið á EM í Frakklandi:

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sjáðu í nær­mynd hvernig Vargurinn bjargaði hvalnum

Skagafjörður

Sig­fús Ingi ráð­inn sveit­ar­stjór­i Skag­a­fjarð­ar

Lögreglumál

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Auglýsing

Nýjast

Hver og einn nýtur sinnar tónlistar án eyrnahlífa

Minnst tíu látnir eft­ir að brú hrund­i í Gen­ú­a

„Hvað í fjand­an­um er­uð­i að gera?“

Ók á veg­far­endur við þing­húsið í West­min­ster

Um 100 bílar eyði­lagðir eftir hrinu í­kveikja í Sví­þjóð

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Auglýsing