„Við höfum orðið vör við að það er tölu­verð and­staða við kirkjuna. Okkur finnst við ekki njóta sann­mælis,“ segir Davíð Þór Jóns­son, sóknar­prestur í Laugar­nes­kirkju.

Krist­rún Heimis­dóttir, nýr vara­for­seti kirkju­þings, segir að öllum börnum á Ís­landi hafi verið bannaður að­gangur að Jesú Kristi. Kristin þjóð­leg gildi séu í hættu. Hún segir stjórn­laust undan­hald hjá þjóð­kirkjunni í ís­lensku sam­fé­lagi.

Laugar­nes­kirkja á­kvað í síðasta mánuði að af­þakka heim­sóknir skóla­barna á vegum skólans á að­ventunni. Davíð Þór segir gott að Krist­rún tali um­búða­laust, en ýmis­legt sé ó­sagt.

„Það má vera að Krist­rún hafi litið á það sem við gerðum sem undan­hald en við lítum fremur á okkar að­gerðir sem sátta­boð,“ segir Davíð Þór.

Þá segir Davíð Þór að Ís­land sé orðinn hluti af miklu fjöl­breyttara sam­fé­lagi en áður var. Laugar­nes­kirkja hafi í raun að­eins tekið frum­kvæði til að bregðast við breyttum tímum. Skóla­heim­sóknir hafi verið orðnar mjög um­deildar og and­staða við þær meðal margra kennara.

„Því fer fjarri að við af­þökkum heim­sóknir skóla­barna. Börnin koma bara ekki með skólanum,“ segir Davíð Þór.

Að sögn Davíðs Þórs er það eitt dæmi um vanda kirkjunnar að víða sé henni meinað að aug­lýsa safnaðar­starf á sama hátt og skátar og í­þrótta­fé­lög fái að gera.

„Okkur finnst það ekki sann­gjarnt,“ segir sóknar­presturinn í Laugar­nes­kirkju og bendir á að sam­spil þjóð­kirkjunnar við fólk sé í báðar áttir.

„Við erum að reyna að spila ping-pong við sam­fé­lagið okkar, við viljum ekki vera í neinu stríði.“