Spánn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

​For­svars­menn hinnar basilísku Sagrada Famíli­a-kirkju, stór­virki arki­tektsins Antoni Gaudí, hafa sam­þykkt að greiða borgar­yfir­völdum í Barcelona 41 milljón evra, jafn­virði rúm­lega 5,5 milljarða. Ástæðan sú að kirkjan fékk aldrei byggingarleyfi.

Sagrada Família, í allri sinni dýrð. Fréttablaðið/Getty

For­svars­menn hinnar basilísku Sagrada Famíli­a-kirkju, stór­virki arki­tektsins Antoni Gaudí, hafa sam­þykkt að greiða borgar­yfir­völdum í Barcelona 41 milljón evra, jafn­virði rúm­lega 5,5 milljarða. BBC greinir frá.

Á­stæðan er sú að kirkjan fékk aldrei byggingar­leyfi, en fram­kvæmdir hófust við hana árið 1882. Hún er engu að síður stór­glæsi­leg og vafa­laust eitt þekktasta kenni­merki borgarinnar. 

Borgar­stjóri Barcelona, Ada Colau, segir að samningarnir séu hrein undur og stór­merki. Í kringum 4,5 milljónir manna heim­sækja kirkjuna ár hvert, og um 20 milljónir skoða hana utan frá. 

Samningurinn kveður á um að upp­hæðin skuli greidd út á tíu árum til borgarinnar og verður fjár­mununum varið í al­mennings­sam­göngur og í upp­byggingu í hverfinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Spánn

Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna

Spánn

Reiði vegna samstarfs við spænskan öfgaflokk

Innlent

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Auglýsing

Nýjast

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Auglýsing