Spánn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

​For­svars­menn hinnar basilísku Sagrada Famíli­a-kirkju, stór­virki arki­tektsins Antoni Gaudí, hafa sam­þykkt að greiða borgar­yfir­völdum í Barcelona 41 milljón evra, jafn­virði rúm­lega 5,5 milljarða. Ástæðan sú að kirkjan fékk aldrei byggingarleyfi.

Sagrada Família, í allri sinni dýrð. Fréttablaðið/Getty

For­svars­menn hinnar basilísku Sagrada Famíli­a-kirkju, stór­virki arki­tektsins Antoni Gaudí, hafa sam­þykkt að greiða borgar­yfir­völdum í Barcelona 41 milljón evra, jafn­virði rúm­lega 5,5 milljarða. BBC greinir frá.

Á­stæðan er sú að kirkjan fékk aldrei byggingar­leyfi, en fram­kvæmdir hófust við hana árið 1882. Hún er engu að síður stór­glæsi­leg og vafa­laust eitt þekktasta kenni­merki borgarinnar. 

Borgar­stjóri Barcelona, Ada Colau, segir að samningarnir séu hrein undur og stór­merki. Í kringum 4,5 milljónir manna heim­sækja kirkjuna ár hvert, og um 20 milljónir skoða hana utan frá. 

Samningurinn kveður á um að upp­hæðin skuli greidd út á tíu árum til borgarinnar og verður fjár­mununum varið í al­mennings­sam­göngur og í upp­byggingu í hverfinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Spánn

Kveðst pólitískur fangi Spánverja

Spánn

Tapa meirihluta sínum á þingi

Spánn

Læknirinn fundinn sekur um barna­rán en verður ekki refsað

Auglýsing

Nýjast

For­seta­frúin lætur reka þjóðar­öryggis­ráð­gjafa

Vilja neyðarfund í Öryggisráðinu

Vann 25 milljónir á röð númer 512

Umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis fjórfaldast

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Ætlar að farga plaggatinu

Auglýsing