Héraðs­fundur Reykja­víkur­pró­fasts­dæmis eystra, sem var haldinn í Breið­holts­kirkju fyrir helgi, for­dæmir á­kvörðun Út­lendinga­stofnunar að setja hælis­leit­endum sem vísa á úr landi og neita að fara í PCR próf þá afar­kosti að neita þeim um húsa­skjól og fæðis­peninga.

„Það er veru­lega á­mælis­vert að ís­lensk stjórn­völd neyti afls­munar og geri fólk vís­vitandi að úti­gangs­fólki í sam­fé­lagi sem vill hafa kristin gildi og mann­réttindi að leiðar­ljósi. Eins er það ó­á­sættan­legt að fólk skuli vera sent aftur í að­stæður í Grikk­landi sem eru á engan hátt öruggar, eins og margar al­þjóð­legar skýrslur vitna um, og að eina val fólks sé í raun í hvaða landi það vilji vera á ver­gangi,“ segir í héraðs­fundar­á­lyktuninni.

Í ályktuninni er einnig vitnað í Matteusarguðspjall 25:42-43,45.

„Með­fylgjandi er til­vitnun í orð Frelsarans: Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, 43 gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín. Sann­lega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér,“ segir í ályktuninni.

Þá er skorað á for­stjóra út­lendinga­stofnunar og dóms­mála­ráð­herra að hlutast til um að þessari að­gerð verði hætt án tafar.