Dómsmál

Kirkjan fékk lægri bætur en hún vildi

VÍS og Hitaveitufélag Hvalfjarðar dæmd til að greiða Kirkjumálasjóði 2,4 milljónir króna vegna leka frá hitaveitulögn í prestsbústað í Hvalfjarðarsveit.

Kirkjan vildi sjö milljónir í bætur en fékk 2,4 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Hitaveitufélag Hvalfjarðar voru í vikunni dæmd til að greiða Kirkjumálasjóði tæpar 2,4 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem af hlaust vegna leka frá hitaveitulögn í prestsbústaðnum að Saurbæ í Hvalfjarðarsveit.

Lekinn kom í ljós í febrúar 2014 og voru miklar skemmdir á kjallara hússins.

Upphaflega fór kirkjan fram á ríflega 23 milljóna króna bætur en þeim kröfum var vísað frá dómi árið 2016 vegna vanreifunar. Nýtt mál var höfðað og hljóðaði krafan þá upp á sjö milljóna bætur.

Í málinu lá fyrir undirmat, sem mat tjónið 2,4 milljónir, auk yfirmats sem mat það 5,6 milljónir. Krafan var í samræmi við yfirmatið auk kostnaðar sem hlaust af útleigu nýs húsnæðis fyrir prestinn meðan á viðgerð stóð.

Dómurinn hafnaði yfirmatsgerðinni en féllst á undirmatið. Kröfu um bætur vegna afleidds tjóns var hafnað þar sem ekki þótti sannað að húsið hefði verið óíbúðarhæft þótt viðgerð stæði yfir í kjallara þess. Hluti málskostnaðar, 2,2 milljónir, var felldur á VÍS og hitaveituna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Hæsti­réttur sker úr um skil­greiningu á stór­felldu gá­leysi

Dómsmál

Dóms­mála­ráð­herra boðar til blaða­manna­fundar

Innlent

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Auglýsing

Nýjast

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Auglýsing