Innlent

Kippti barna­vagni frá akandi bíl: „Brá ó­geðs­lega mikið“

Glódís Guðgeirsdóttir, nemandi við HÍ, komst í hann krappann við skólann í morgun, þegar hún varð næstum fyrir bíl. Henni tókst að kippa barnavagninum frá, svo ekki færi illa.

Glódísi var verulega brugðið við uppákomuna. Hér er hún ásamt Steinþóri Helga Arnsteinssyni, og syni þeirra, á góðri stund. Mynd/Aðsend

Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður ók næstum niður Glódísi Guðgeirsdóttur, nemanda við Háskóla Íslands, þar sem hún gekk með son sinn í barnavagni á Sæmundargötu við skólann í morgun. Bíllinn staðnæmdist örfáum sentímetrum frá Glódísi, sem náði að kippa vagninum frá, þegar hún sá í hvað stefndi. Hún kallar eftir því að öryggi gangandi vegfarenda verði aukið á svæðinu.

Glódís var að ganga með vagninn í suðurátt fram hjá aðalbyggingu Háskóla Íslands, í átt að Eggertsgötu. Bíllinn var að koma úr bogadregnu götunni sem liggur fram hjá innganginum að HÍ. „Ég sá bílinn en hann var ekki á mikilli ferð, svo ég geng yfir. En ökumaðurinn tekur ekki eftir mér,“ segir Glódís um atvikið. Þetta var um klukkan tíu í morgun en vegna þess að jörðin er hvít var ágæt birta úti.

Henni var mjög brugðið við atvikið. „Þetta voru ömurlegar aðstæður. Mér brá ógeðslega mikið og hringdi grátandi og titrandi á lögregluna,“ segir Glódís, spurð hvernig henni hafi orðið við. Henni var vísað á að tala við Reykjavíkurborg vegna umbóta á svæðinu en segir að henni hafi á endanum tekist að gefa skýrslu hjá lögreglu.

Glódísi, sem er jarðfræðinemi við skólann, er umhugað um að úr öryggi þeirra sem ekki ferðast um á bílum verði bætt. „Aðalpunkturinn minn í þessu er að háskólasvæðið,þar sem byggingarnar eru margar og fólk þarf að flakka á milli húsa, sé aðgengilegt og öruggt fyrir þá sem eru ekki akandi. Ég vil að það sé meira gert fyrir gangandi og hjólandi. Það eru leikskólar þarna líka.“ Henni heyrðist þó á svörum frá borginni að lítið yrði hægt að gera. „Aðgangi fyrir fólk sem er ekki akandi er hræðilegt þarna,“ segir hún.

Aðspurð segir hún að ökumaðurinn hafi verið miður sín á atvikinu. Hann hafi beðið hana afsökunar og skilið eftir nafn og númer. „Það eiga ekki að verða slys þarna og þetta er svæði sem fólk fer mikið um labbandi á hverjum degi. Það væri ákjósanlegt að vera öruggur í umferðinni þarna, gangandi,“ segir hún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing