Han EV verður kynnur í lok næsta mánaðar í Kína en síðar á árinu í Evrópu. Ólíkt því sem sumir kynnu að halda verður hann ekki ódýr en grunnútfærsla hans mun kosta frá rúmum sjö milljónum króna. Þótt ekki sé búið að birta upplýsingar um rafhlöðu eða mótor er sagt að bíllinn sé 3,9 sekúndur í hundraðið og með allt að 600 km drægi svo gera má ráð fyrir að um stóra rafhlöðu sé að ræða og líklega tvo rafmótora. Hann verður með nýju „Blade“ rafhlöðunni sem á að þola mikinn hita sem og það að fá á sig gat við högg. Einnig verður hann búinn DiPilot sjálfkeyribúnaðinum sem getur lært á umhverfi sitt og notar 5G farsímakerfið. Innandyra verður risastór upplýsingaskjár ásamt stafrænu mælaborði. Enginn umboðsaðili er fyrir BYD á Íslandi enn sem komið er.