Kínverskum hátíðum í Hörpu hefur verið aflýst af öryggisástæðum í ljósi kóróna-veirunnar. Þetta staðfestir Þorgerður Anna, kínverskukennari hjá Konfúsíusarstofnuninni Norðuljós hjá Háskóla Íslands

„Okkur þykir afar leitt að aflýsa hátíðinni en erum þó öll sammála um að það sé rétt og skynsamlegt,“ segir Þorgerður Anna í tilkynningu til fjölmiðla.

Til stóð að halda opinn dag í Hörpu vegna kínversku áramótanna þann 2. og 3. febrúar. Þar átti að koma fram fjöllistahópur frá menningarstofnun Innri-Mongólíu í Kína til að sýna hefðbundna dansa og flytja þjóðlagatónlist.

Kín­versk stjórn­völd hafa nú stað­fest meira en 4500 til­felli af kórónaveirunni og fjölgaði til­fellum um rúm­lega 2800 frá sunnu­degi til mánu­dags. Allt að 106 einstaklingar eru nú taldir hafa látist úr kóróna­veirunni.

Flestir sem hafa látist eru bú­settir í Hubei-héraði í Kína, en veiran er talin eiga upp­runa sinn í Wu­han-borg í héraðinu.

Kín­verjar, sem höfðu áður bannað hóp­ferðir bæði innan- og utan­lands hafa nú biðlað til ríkis­borgara sinna að fresta öllum utan­lands­ferðum. Er það liður í til­raunum stjórn­valda þar í landi til að hefta út­breiðslu veirunnar.