Yfir­völd í Kína hafa til­kynnt að hernaðar­æfingum kín­verska hersins við strendur Taí­van skyldi ljúka tíma­bundið frá og með deginum í dag. Æfingar haldi þó á­fram og herinn verður settur í við­bragðs­stöðu. The Guar­dian greinir frá þessu.

Frá fimmtu­deginum í síðustu viku hafa hernaðar­æfingar Kín­verja staðið yfir við strendur Taí­van. Sam­skipti á milli ríkjanna eru af skornum skammti en yfir­völd í Kína líta á Taí­van sem ó­að­skiljan­legan hluta af Kína. Yfir­völd í Taí­van, sem form­lega heitir Lýð­veldið Kína, líta svo á að þau séu rétt­mæt stjórn Kína.

Tals­maður kín­verska hersins sagði hernaðar­æfingum við strendur Taí­van hefðu verið „árangurs­ríkar og hefðu bætt bar­daga­hæfni her­manna.“

Utan­ríkis­ráð­herra Taí­van, Joseph Wu, sakaði Kín­verja um að nota hernaðar­æfingarnar til þess að undir­búa inn­rás.