Í dag selur merkið rafjepplinga af nokkrum stærðum og seldi í fyrra 36.721 bíl sem var meira en helmingsaukning frá árinu áður. ET7 er svipaður að stærð og Model S og verður með 241 hestafla rafmótor að framan en á afturöxli verður annar rafmótor sem skilar 402 hestöflum. Samtals er bíllinn því 644 hestöfl og mun hann því komast í hundraðið á 3,9 sekúndum. Drægið verður frá 500 km að lágmarki en að sögn Nio næst það með léttari undirvagni og lægri vindstuðli sem er aðeins 0,23 Cd. Að innan verður stór 12,8 tommu snertiskjár í miðjustokki allsráðandi eins og í öðrum bílum Nio. Einnig verður hljómkerfi með 23 hátölurum staðalbúnaður. Hvort að Nio merkið komi á markað í Evrópu á enn eftir að koma í ljós en óstaðfestar fregnir hafa borist af hugsanlegri innkomu þess á Evrópumarkað síðar á þessu ári.
Nio ET7 verður með 644 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifi og drægið allt að 965 km að sögn Nio sem er vel samkeppnisfært ef satt reynist.
Nio hefur kynnt í Kína bíl sem keppt getur við Tesla Model S en hann er væntanlegur á markað á næsta ári. Er hann líkt og Model S sjálfkeyrandi og verður með allt að 965 km drægi.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir