Borgaryfirvöld í nokkrum kínversku stórborgunum tilkynntu í dag að þau muni aflétta hörðustu sóttvarnarreglur í tilteknum hverfum borganna. Varaforseti Kína hefur einnig sagt að þjóðin glími nú við „nýjar aðstæður“.

Tilkynningin kemur í ljósi þeirra víðtæku mótmæla sem hafa gengið yfir landið seinustu viku gegn núllstefnu kínverskra stjórnvalda. Miklar óeirðir brutust út í kjölfar eldsvoða sem varð tíu manns að bana í borginni Urumqi í vesturhluta Kína í síðustu viku, en margir í Kína kenna Covid-stefnu stjórnvalda um það hvernig fór í brunanum.

Ákveðnar sóttvarnarreglur í borginni Guangzhou voru afléttar aðeins nokkrum klukkutímum eftir að óeirðir þar hófust á ný á milli mótmælenda og lögreglunnar. Í einu hverfi í höfuðborginni Peking var íbúum sem sýndu lítil einkenni einnig gert kleift að fara í einangrun heima hjá sér, frekar en að vera sendir í einangrunarbúðir.

Meira en 36.000 greindust smitaðir með Covid-19 í Kína gær og hefur tala smitaðra ekki verið það há á einum degi frá því faraldurinn byrjaði. Aftur á móti hefur varaforseti Kína, Sun Chunlan, gefið til í skyn að hægt sé að huga að afléttingu sóttvarnarreglna þar sem mun fleiri séu nú bólusettir og hafa stjórnvöld einnig náð að halda veirunni í skefjum.