Nokkrar af stærstu olíuhreinsistöðvum Kína hafa nýverið dregið úr viðskiptum sínum við rússneska olíuframleiðendur.

Talið er að fyrirtækin, sem öll eru ríkisrekin, séu að bregðast við tilmælum stjórnvalda þar í landi sem hafa kallað eftir því að gætt sé varúðar í viðskiptum við rússnesk fyrirtæki.

Kínversk stjórnvöld hafa þurft að endurskilgreina samband sitt við Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Það er vegna þrýstings frá Vesturveldunum sem hafa lagst í

umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Ríkin hafa ræktað með sér náið samband á síðustu árum en nú gæti bandalag þeirra verið komið í uppnám