Kín­versk stjórn­völd hafa bannað þeim sem eru yngri en á­tján ára að spila tölvu­leiki á netinu í meira en þrjár klukku­stundir á viku, sem og að spila á skóla­dögum, frá mánu­degi til fimmtu­dags. Börn mega spila klukku­stund á föstu­dögum og klukku­stund dag hvern yfir helgi og á opin­berum frí­dögum, milli átta og níu á kvöldin. Stjórn­völd segja þessar hörðu að­gerðir nauð­syn­legar til að stemma stigu við vaxandi tölvu­leikja­fíkn sem opin­berir miðlar hafa áður vísað til sem „and­legs ópíums.“

Þau segja enn fremur að tölvu­leikja­fíkn sé upp­spretta ýmissa sam­fé­lags­legra vanda­mála, til að mynda séu tölvu­leikir truflandi, bæði hvað varðar nám og heimilis­störf. Reglurnar taka gildi á mið­viku­dag.

Kín­versk ung­menni spila tölvu­leik í spila­sal í borginni Shenz­hen.
Fréttablaðið/EPA

Þær eru sagðar marka mikla stefnu­breytingu af hálfu yfir­valda í Beijing, sem keppist við að herða tök sín á kín­versku sam­fé­lagi og efna­hag að því er segir í frétt Reu­ters.

Reglurnar gilda um öll tæki, hvort sem um er að ræða leikja­tölvur eða snjall­síma. Þetta er mikið högg fyrir leikja­fram­leið­endur á heims­vísu enda margir tölvu­leikja­spilarar í fjöl­mennasta landi heims.

Sam­kvæmt reglunum þurfa allir net­leikir að tengjast kerfi sem hannað er til að koma í veg fyrir tölvu­leikja­fíkn og rekið er af ríkinu. Allir not­endur þurfa að skrá sig með nafni og skil­ríkjum.

Reglurnar gilda um öll tæki, hvort sem um er að ræða leikja­tölvur eða snjall­síma.
Fréttablaðið/EPA

Miklar um­ræður um reglurnar hafa skapast á Wei­bo, kín­verska Twitter. Sitt sýnist hverjum og telja margir að reglurnar dugi skammt, börn muni skrá sig með nafni for­eldra sinna til að geta spilað ó­á­reitt.

Hluta­bréf í leikja­fram­leið­endum víða um heim hafa fallið í verði eftir að reglurnar voru kynntar.