Kín­versk yf­ir­völd hafa ekki svar­að þrem­ur beiðn­um Band­a­ríkj­a­stjórn­ar um við­ræð­ur mill­i yf­ir­manns kín­versk­a hers­ins og varn­ar­mál­a­ráð­herr­a Band­a­ríkj­ann­a. Vax­and­i spenn­a hef­ur ver­ið mill­i ríkj­ann­a að und­an­förn­u, eink­um vegn­a mál­efn­a Ta­í­van.

Fund­ur ut­an­rík­is­ráð­herr­a land­ann­a í Alask­a í mars ein­kennd­ist af á­tök­um og orð­a­skak­i, en Joe Bid­en Band­a­ríkj­a­for­set­i vill engu að síð­ur reyn­a að koma á sam­tal­i mill­i þeirr­a. Það sé mik­il­vægt til að freist­a þess að létt­a á spenn­unn­i og koma í veg fyr­ir að átök brjót­ist út í Suð­ur-Kín­a­haf­i.

Síð­an Bid­en tók við em­bætt­i í jan­ú­ar hafa lönd­in deilt um ým­is­legt, til að mynd­a meint mann­rétt­ind­a­brot Kín­verj­a á Úíg­úr­um í Xinj­i­ang-hér­að­i og hern­að­ar­um­svif Kína í ná­grenn­i Ta­í­van. Kín­verj­ar hafa sak­að Band­a­rík­in um að haga sér líkt og þeir ráði yfir svæð­in­u.