Kín­versk stjórn­völd neit­a að taka þátt í næst­a fasa rann­sókn­ar Al­þjóð­a­heil­brigð­is­mál­a­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) á upp­run­a Co­vid-19. Stofn­un­in vill að vís­ind­a­fólk á sín­um veg­um fái að­gang að rann­sókn­ar­stof­um þar sem veir­an greind­ist fyrst.

Þess­ar hug­mynd­ir leggj­ast illa í Zeng Yix­in, að­stoð­ar­heil­brigð­is­ráð­herr­a Kína. Hann seg­ir þett­a „sýna van­virð­ing­u í garð al­mennr­ar skyn­sem­i og hrok­a í garð vís­ind­a“ og komi sér mjög á ó­vart. „Ó­mög­u­legt“ væri fyr­ir Kín­verj­a að sætt­a sig við skil­yrð­i stofn­un­ar­inn­ar.

WHO tel­ur afar ó­lík­legt, líkt og sum­ir hafa hald­ið fram, að vír­us­inn hafi slopp­ið út af rann­sókn­ar­stof­u í Wu­han þar sem fyrst­a til­fell­ið greind­ist í lok árs 2019. Send­i­nefnd á veg­um stofn­un­ar­inn­ar sótt­i borg­in­a heim í jan­ú­ar en Kín­verj­ar voru treg­ir til sam­starfs og fékk nefnd­in ekki að­gang að öll­um þeim stöð­um sem hún ósk­að­i eft­ir. Auk þess lögð­u Kín­verj­ar ekki fram öll þau gögn sem ósk­að var eft­ir.

Dr. Tedr­os Ghebr­ey­es­us, yf­ir­mað­ur WHO, lýst­i því á blað­a­mann­a­fund­i fyrr í mán­uð­in­um hver næst­u skref yrðu í rann­sókn­inn­i á upp­run­a Co­vid. Í því fæl­ist með­al ann­ars at­hug­un á rann­sókn­ar­stof­um í Wu­han. Hann hef­ur far­ið fram á það við kín­versk stjórn­völd að þau sýni meir­i sam­starfs­vilj­a og séu „gagn­sæ, opin og sam­vinn­u­fús“ í garð vís­ind­a­fólks stofn­un­ar­inn­ar.