Hópur kín­verskra ferða­manna á Ís­landi lýsir gríðar­legum á­huga landa sinna í Kína á að sækja Ís­land heim. Ung­mennin komu til Ís­lands fyrir gaml­árs­kvöld og sátu öll á Ís­lenska barnum á síðasta ferða­degi sínum í gær

„Þegar við lentum fórum við strax út á land og komum svo aftur til Reykja­víkur í dag. Það er búið að vera ó­trú­lega gaman hjá okkur og við höfum fengið að upp­lifa kuldann líka,“ segir Chen Jiu, kín­verskur nemi við há­skólann í Manchester.

Chen segir þetta vera fyrstu ferð þeirra til Ís­lands og að þau hafi öll verið mjög hrifin af náttúrunni. Hún var einnig mjög spennt að sýna blaða­manni allar myndirnar sem hún tók á símann sinn af norður­ljósum og ára­móta­brennum.

Kín­verjarnir í hópnum eru allir frá mis­munandi borgum en eiga það sam­eigin­legt að stunda nám í evrópskum há­skólum.

Þó nokkur fjöldi kín­verskra ferða­manna á það til að heim­sækja Ís­land á þessum tíma árs á meðan há­skólar í Evrópu eru í jóla­fríi. Þau segja að ferðin hafi verið skipu­lögð af ferða­skrif­stofu sem sér­sníði ferðir fyrir Kín­verja sem bú­settir eru í Bret­landi.

Annar úr hópnum bætir við að hann hafi verið mjög hrifinn af því hversu fá­mennt það hafi verið á ferðum þeirra en hópurinn fagnaði gaml­árs­kvöldi á Hellu.

Þau vonast til að ferða­lög til og frá Kína verði auð­veldari á þessu ári en kín­versk stjórn­völd á­kváðu að af­létta ferða­tengdum sótt­varna­reglum frá og með 8. janúar. Eftir það munu er­lendir far­þegar sem fljúga til Kína ekki þurfa að sæta sótt­kví við komuna til landsins og að sama skapi munu Kín­verjar fá að ferðast til út­landa á ný.

„Það er rosa­lega mikill á­hugi meðal Kín­verja á að heim­sækja Ís­land og það vonast margir til að geta komið hingað sem fyrst,“ segir Chen brosandi áður en hún spyr blaða­mann hvaða ís­lenska mat hann mæli með.