For­seti Kína Xi Jin­ping hefur sam­þykkt að leyfa fjöl­skyldum að eignast þrjú börn sem markar enda­lok tveggja barna stefnunnar sem hefur verið við lýði frá árinu 2016. Ríkis­fjöl­miðillinn Xin­hua greindi fyrst frá þessu.

Þessi á­kvörðun var tekin eftir að tíu ára mann­tal sýndi fram á að mann­fjöldi Kína hefði ekki vaxið hægar svo ára­tugum skiptir. Mann­talið, sem gefið var út fyrr í þessum mánuði, sýndi að um það bil 12 milljón börn fæddust í Kína árið 2020 sem er tölu­vert færri en árið 2016 þegar 18 milljón börn fæddust, þetta er lægsta fæðingar­tíðni landsins frá 7. ára­tugnum.

Þessi lága fæðingar­tíðni setti pressu á stjórn­völd í Beijing til að fara út í að­gerðir til að hvetja fólk til að eignast fleiri börn til að koma í veg fyrir fólks­fækkun.

Ein­birnis­stefna var við lýði í Kína á árunum 1980-2015 og var þá flestum fjöl­skyldum bannað að eignast fleiri en eitt barn.