Rann­sóknar­teymi frá Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni WHO er komið til Kína til að rann­saka upp­haf CO­VID-19 far­aldursins. Rann­sóknin hefur lengi staðið til en kín­versk stjórn­völd dregið lappirnar og gert ýmis­legt til að tefja fram­gang hennar. Nú síðast var tveimur með­limum rann­sóknar­teymisins meinuð inn­ganga í landið þar sem þeir greindust með mót­efni eftir CO­VID-19 smit.

Allir með­limir rann­sóknar­teymisins fóru í CO­VID-19 próf í heima­löndum sínum áður en þeir lögðu af stað til Kína og greindust þá tveir með mót­efni. Sam­kvæmt kín­verskum reglum mega þeir sem greinast með mót­efni ekki fara til landsins. Þeir tveir sem greindust með mót­efni var meinað að ferðast til Kína frá Singa­púr.

Þeir sem fengu að ferðast síðasta spölinn frá Singapúr eru komnir til borgarinnar Wu­han, þar sem far­aldurinn er talinn hafa brotist fyrst út í lok árs 2019. Þar er það í tveggja vikna sótt­kví sem er skylda fyrir alla sem ferðast til Kína en er þegar byrjað að ræða við kín­verska kollega sína gegnum fjar­fundar­búnað.

Tals­maður kín­verskra yfir­valda sagði fyrr í vikunni að teymið myndi ræða við kín­verska vísinda­menn en sagði ekki hvort því yrði heimilt að ráðast í sjálf­stæða gagna­söfnun. Meðal með­lima rann­sóknar­teymisins eru veiru­fræðingar, mat­væla­öryggis­fræðingar og aðrir sér­fróðir frá Banda­ríkjunum, Þýska­landi, Rúss­landi og fleiri löndum.

Áður höfðu kín­versk stjórn­völd frestað komu teymisins um viku, eftir tæp­lega árs samninga­við­ræður við WHO um hvort hleypa ætti því inn í landið til að freista þess að komast til botn í því hvernig kórónu­veirufar­aldurinn hófst. Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur verið gagn­rýnd fyrir að ganga erinda Kín­verja og var sú gagn­rýni einkum há­vær á fyrri hluta síðasta árs.

Fréttablaðið/Getty

Á þriðju­daginn varð fyrsta and­látið af völdum CO­VID-19 í Kína síðan í maí og er það dauðsfall númer 4635 í landinu síðan far­aldurinn hófst. Dauðsfallið varð í Hebei-héraði þar sem fjöldi smita hefur greinst að undan­förnu og sam­komu­tak­mörkunum komið á sem taka til tug milljóna íbúa. Kín­verskir ríkismiðlar hafa undan­farið gert að því skóna að far­aldurinn hafi átt upp­tök sín utan land­steinanna sem er þvert á þær upp­lýsingar sem nú liggja fyrir um upp­haf hans sem varð í borginni Wu­han.