Austurrísk stjórnvöld eiga von á stórri sendingu af andlitsgrímum frá Kína en Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, greindi frá þessu í dag.

Kurz hélt blaðamannafund í dag þar sem hann sagði að markmiðið væri að 15.000 manns gætu rannsakað hvort að þau væru smituð á hverjum degi.

Alls er von á tuttugu milljón andlitsgrímum frá Kína og koma fimm milljón grímur í fyrstu sendingu.

Í morgun voru tæplega 4500 smit staðfest í Austurríki.