Það var fjölmenni í Dimmuborgum í gær þegar Fréttablaðið bar að garði í blíðskaparveðri. Mikil röð myndaðist við helli jólasveinanna en gestum borganna þótti ákaflega spennandi að sjá hvar þeir eiga heima.

Fjölmargar rútur voru við innganginn og nóg að gera á veitingastaðnum þar sem þeir sem voru búnir að labba hringinn fengu sér kaffi og meðlæti.