Kia EV9 er fyrsti 7 manna, 100% rafdrifni jeppinn frá Kia og er partur af rafmagnaðri vegferð Kia sem stefnir að því að vera leiðtogi í rafbílavæðingu á heimsvísu. Kia Sportage er fjórhjóladrifinn sportjeppi og er bæði í boði í tvinn og tengiltvinn útgáfum. Tengiltvinntækni Kia Sportage skilar allt að 70km af rafmögnuðum akstri og 265 hestöflum. "Við erum mjög stolt að vinna tvö stór verðlaun á What Car? verðlaunahátíðinni, sem eru þau stærstu í Bretlandi. Þetta eru afar eftirsótt verðlaun og þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur. Þetta er enn eitt spennandi árið hjá Kia og endurspeglar vegferð okkar í að vera áfram leiðandi bílaframleiðand í sjálfbærnivæðingu nýrra bíla," segir David Hilbert, markaðsstjóri hjá Kia í Evrópu.
Kia EV9 er sjö manna rafdrifinn jeppi sem kemur á markað á þessu ári.
Kia vann tvöfaldan sigur á hinni eftirsóttu What Car? verðlaunahátíð í Bretlandi á dögunum, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Bæði Kia Sportage og hinn nýi og rafmagnaði EV9 sem væntanlegur er til landsins á þessu ári, unnu til verðlauna.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir